Innlent

Úr sex nöfnum að velja á nýjasta sveitar­fé­lag landsins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Valið verður úr sex nöfnum sem bæjarstjórn hefur til hliðsjónar við ákvörðunina. Myndin er af sólríkum degi á Patreksfirði.
Valið verður úr sex nöfnum sem bæjarstjórn hefur til hliðsjónar við ákvörðunina. Myndin er af sólríkum degi á Patreksfirði. Vísir/Vilhelm

Á fyrsta fundi sameiginlegrar sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar var lögð fram umsögn örnefnanefndar um þær tillögur sem bárust um nafn á þetta nýjasta sveitarfélag Íslands.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar frá 29. maí síðastliðnum.

Nöfnin sem koma til greina eru eftirfarandi: Barðsbyggð, Kópsbyggð, Látrabyggð, Suðurfjarðabyggð, Tálknabyggð og Vesturbyggð.

Samþykkt var að unnin yrði skoðanakönnun meðal íbúa um nafn á sveitarfélagið nýja þar sem kosið yrði á milli nafnanna. Örnefnanefnd lagði einnig til nafnið Látrabjargsbyggð en ákveðið var að undanskilja það.

Könnunin kemur til með að fara fram í gegnum vefinn betraisland.is og verða niðurstöðurnar notaðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjarstjórnar um nafn á sveitarfélagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×