Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. júní 2024 13:10 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“ Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Nokkur ár eru liðin síðan nokkrir íslenskri kaupsýslumenn hófu netverslun með áfengi. Síðan þá hefur ágreiningur verið uppi um lögmæti umræddrar áfengissölu. Sumir segja hana vera skýrt brot á íslenskri áfengislöggjöf á meðan aðrir segja að salan sé heimil á grundvelli EES-samningsins. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd vill skera úr um lögmæti sölunnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður nefndarinnar. „Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu áfengis. Við fengum dómsmálaráðherra á okkar fund en frumkvæðisathugunin krefst þess að við fáum fleiri gesti og öflum gagna þannig að þetta var fyrsta skrefið í morgun“ Þórunn var spurð hvers vegna nefndin hefði farið af stað með athugunina. „Það eru ítrekaðar ábendingar um að netsala áfengis fari fram í lagalegu tómarúmi. Einhverjir hafa orðað það þannig. Við viljum auðvitað ganga úr skugga um að hér fari allt fram eins og það á að vera en það eru margar hliðar á þessu máli og það liggur fyrir að það hafa verið kynnt í samráðsgátt frumvörp frá ráðherra dómsmála um að skýra umgjörð og lagalega umgjörð netsölunnar. Þetta er það sem við erum að kanna. Við höfum fengið ábendingar meðal annars frá forvarnarsamtökum og öðrum sem hafa áhyggjur af áhrifum áfengissölu á lýðheilsu þannig að þetta er allt saman undir í þessari könnun.“ Hvenær gætum við vænst þess að fá einhvers konar niðurstöðu? „Það er ekki gott að segja. Þingið verður komið í sumarhlé eftir einar tvær vikur og ég geri allt eins ráð fyrir því að við tökum þráðinn upp aftur að því loknu þannig að við vinnum þetta áfram inn í nýjan þingvetur.“
Áfengi og tóbak Alþingi Netverslun með áfengi Verslun Tengdar fréttir Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01 Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15 Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Sjá meira
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. 26. maí 2024 17:01
Líst illa á áfengissölu Hagkaups: „Ég tel bara að það þurfi að fara að lögum“ Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugaða netsölu Hagkaups á áfengi vera klárt lögbrot. Dómsmálaráðherra segir það ekki rétt, netsala sé leyfileg í gegnum EES samninginn en setja þurfi skýran lagaramma um söluna. 25. maí 2024 14:15
Segir arðgreiðslur ÁTVR hafa lækkað um 400 milljónir vegna netsölu Blikur eru á lofti í rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 17. maí 2024 07:45
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00