Innlent

Fólkið sem er talið hafa brotið á Maltverjanum látið laust

Jón Þór Stefánsson skrifar
Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti.
Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir

Tveir sakborningar sem grunaðir erum um að brjóta á maltneskum karlmanni í Reykholti í Biskupstungum lok aprílmánaðar hafa ekki verið úrskurðaðir í frekara gæsluvarðhald.

Þetta staðfestir Jón Gunnar Þórhallsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu, en Landsréttur hafnaði gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar sem áður hafði verið samþykkt í héraði.

Rúv greindi fyrst frá því að gæsluvarðhaldið væri runnið út. 

Sakborningarnir eru grunaðir um að frelsissvipta manninn og fremja líkamsárás og fjárkúgun á maltneskum karlmanni í heimahúsi í Reykholti.

Í fyrstu voru fjórir Íslend­ing­ar handteknir: karlmaður á áttræðisaldri, dóttir hans og tengdasonur um þrítugt, og bróðir tengdasonarins. Einungis tveir voru eftir í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Í samtali við fréttastofu segir Jón að rannsókn málsins sé enn í fullum gangi og að hún gangi vel. Hann getur ekki sagt nákvæmlega til um það hversu margir hafi stöðu sakborngins að svo stöddu, en það séu nokkrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×