Mavericks dauðmóðir og Celtics taka tveggja leikja forystu Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 07:20 Luka Doncic var alveg sprunginn undir það síðasta. Maddie Meyer/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi tveggja leikja forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 105-98 sigri gegn Dallas Mavericks í nótt. Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti. NBA Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira
Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti.
NBA Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport „Það er krísa“ Körfubolti Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Fleiri fréttir „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira