Erlent

Utan­ríkis­ráð­herra Dan­merkur krambúleraður eftir bátaslys

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann birti færslu á Facebook þar sem hann sagði frá atvikinu.
Hann birti færslu á Facebook þar sem hann sagði frá atvikinu. Lars Løkke Rasmussen

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur og Lisa dóttir hans slösuðust bæði í bátaslysi í einu síkja Kaupmannahafnar þar sem þau fóru í skemmtisiglingu.

Feðginin skruppu í skemmtisiglingu til að njóta langþráðs frís eftir langa og stranga kosningabaráttu en Danir kjósa til Evrópuþingsins í dag ásamt tuttugu öðrum aðildarríkjum.

Hann skrifar í færslu sem hann birti á síðu sinni á Facebook að báturinn hafi, vegna hækkaðs vatnsyfirborðs orðið fastur undir einni brúnna. Lisa, dóttir hans, hafi klemmt höfuðið milli brúar og bátar og Lars hafi laskast á höndinni við að þrýsta á brúna til að hlífa dóttur sinni frá því að klemmast frekar.

„Lisa þurfti að kíkja á Rigshospitalet til að fara í skimun. Það er heppilega í lagi með hana eftir allt saman, en hún er nokkuð bólgin og hrufluð. Sjálfur slapp ég með bólgna hönd,“ skrifar Lars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×