Innlent

Sól­ríkt sunnan­lands og allt að 16 stiga hiti

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Loksins kom sumarveðrið sem margir hafa beðið eftir, að minnsta kosti á sunnanverðu landinu. Aðrir gætu enn þurft að bíða.
Loksins kom sumarveðrið sem margir hafa beðið eftir, að minnsta kosti á sunnanverðu landinu. Aðrir gætu enn þurft að bíða. Vísir/Vilhelm

Léttskýjað verður á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og hiti gæti farið í allt að 16 stig. Þó er ekki er ólíklegt að hafgolan geri sig gildandi þar sem sólar nýtur. Norðaust­ast á land­inu má búast norðvestanátt.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðins. Þar segir að frekar svalt verði á Norðausturlandi þar sem hiti verði einungis á bilunu 3 til 8 stig. Í öðrum landshlutum má búast við hita á bilinu 8 til 16 stigum,hlýjast sunnanlands.

„Á morgun og þriðjudag verður fremur hæg breytileg átt. Bjart um mest allt land en við sjávarsíðuna eru líkur á þokulofti, einkum austantil. Hiti 9 til 14 stig að deginum.“

Fyrir miðvikudag og fimmtudag er suðaustanátt í kortunum. Væta öðru hverju sunnan- og vestanlands en bjartara og hlýnar norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×