Formúla 1

Russell á ráspól á sama tíma og Verstappen

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
George Russell ræsir fremstur í kanadíska kappakstrinum.
George Russell ræsir fremstur í kanadíska kappakstrinum. Mark Thompson/Getty Images

George Russell mun ræsa fremstur þegar kanadíski kappaksturinn í Formúlu 1 hefst á morgun. 

Russell setti hraðasta tímann í lokaumferð tímatökunnar í kvöld þegar hann kom í mark á 1:12,000. Heimsmeistarinn Max Verstappen kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Russell, en þar sem Russell setti sinn tíma á undan verður hann framar í rásröðinni.

Verstappen þarf því að sætta sig við að ræsa annar, en óhætt er að segja að tæpara hafi það ekki geta staðið. Lando Norris mun svo ræsa þriðji, en hann var aðeins 0,021 sekúndu hægari en Russell og Verstappen, og liðsfélagi hans hjá McLaren, Oscar Piastri, ræsir fjórði.

Hins vegar er hægt að segja að aðrir sem ætla sér að berjast um heimsmeistaratitilinn hafi runnið á rassinn. Lewis Hamilton mun ræsa sjöundi og Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc verða 11. og 12. í rásröðinni eftir að hafa mistekist að komast í lokahlutann.

Þá þarf Sergio Perez að sætta sig við að ræsa 16. eftir að hafa dottið úr leik í fyrsta hluta tímatökunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×