Sport

Ný dag­setning komin á bar­daga Tysons og Pauls

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Margir bíða spenntir eftir endurkomu Mikes Tyson í hringinn.
Margir bíða spenntir eftir endurkomu Mikes Tyson í hringinn. getty/Sarah Stier

Komin er ný dagsetning á bardaga Mikes Tyson og samfélagsmiðlastjörnunnar Jakes Paul. Þeir munu eigast við 15. nóvember.

Bardaginn átti upphaflega að fara fram 20. júlí en það þurfti að fresta honum eftir að Tyson veiktist í flugi í síðasta mánuði.

Tyson er með magasár og varð óglatt og svimaði í flugi frá Miami til Los Angeles í síðasta mánuði. Læknir ráðlagði gamla heimsmeistaranum svo að taka því rólega á næstunni og því þurfti að fresta bardaganum við Paul.

Nú er ljóst að hann fer fram föstudaginn 15. nóvember á AT&T Stadium í Arlington í Texas, heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys. Bardaginn verður sýndur beint á Netflix.

Tyson verður 58 ára 30. júní en Paul er 27 ára. Tyson vann síðast opinberan boxbardaga 2003. Á sínum tíma var hann fremsti þungavigtaboxari heims og margfaldur heimsmeistari.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×