Siggi stormur stendur við spána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur segist þurfa að bíta í það súra epli að júnímánuðir eins og hann leit út í spánum fyrir mánuði sé engan vegin á pari við það sem spárnar segi til um nú. Vísir/Vilhelm Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild. Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild.
Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21