Innlent

Þyngri dómur fyrir að nauðga barn­ungri mág­konu

Kjartan Kjartansson skrifar
Brotin áttu sér stað á nokkura ára tímabili frá því að stúlkan var þrettán ára gömul.
Brotin áttu sér stað á nokkura ára tímabili frá því að stúlkan var þrettán ára gömul. Vísir/Vilhelm

Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir karlmanni sem nauðgaði barnungri systur sambýliskonu sinnar í fimm ár í dag. Maðurinn var sakfelldur fyrir að nauðga stúlkunni endurtekið á nokkurra ára tímabili.

Stúlkan var þrettán ára gömul þegar fyrsta brotið átti sér stað árið 2016. Maðurinn var fundinn sekur um a þukla á brjóstum hennar og stinga fingri í leggöng hennar í fellihýsi. Hann var einnig sakfelldur fyrir sams konar brot ári síðar og þriðja brotið árið 2019 en þá nýtti hann sér svefndrunga stúlkunnar til þess að brjóta á henni kynferðislega.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega á samfélagsmiðlinum Snapchat í fjölmörg skipti frá 2016 til 2019.

Við skýrslutökur hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði fyrst kynnst stúlkunni þegar hún var sex ára gömul. Viðurkenndi hann að hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi sem hefði hafist eftir að þau tengdust í gegnum Snapchat. Hann hafi þróað með sér tilfinningar í garð stúlkunnar og verið með „einhvers konar þráhyggju“ fyrir henni.

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi manninn í fjögurra ára fangelsi í fyrra en Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ár. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að hann hefði nýtt sér yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni sem var á barnsaldri og að brotin hefðu staðið yfir í langan tíma. Brotin hefðu valdið stúlkunni mikilli vanlíðan.

Maðurinn þarf einnig að greiða stúlkunni þrjár milljónir króna í miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×