Hafró ráðleggur eins prósents hækkun aflamarks þorsks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2024 10:27 Ráðgjöfin var kynnt í dag í höfuðstöðvum stofnunarinnar. Vísir/Vilhelm Hafrannsóknastofnun kynnti úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár í morgun. Aflamark fyrir á þriðja tug stofna var lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Þar segir að stofnunin ráðleggi eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því hækki ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi. Fram kemur að samkvæmt aflareglu verði aflamark ýsu 76 774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað sé að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi. Gullkarfastofninn fari minnkandi Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66 705 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46 911 tonn eða 14 % hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Áfram er lagt er til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Ekki er búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9 % frá fyrra ári og er 17 890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassa 4 ára síldar og eldri) í stað 15 %. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81 367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Þar segir að stofnunin ráðleggi eitt prósent hækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2024/2025. Sú ráðgjöf byggi á aflareglu stjórnvalda. Því hækki ráðlagður heildarafli úr 211 309 tonnum á yfirstandandi fiskveiðiári í 213 214 tonn. Gert sé ráð fyrir að stærð viðmiðunarstofns þorsks verði svipuð næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2020 og 2021 koma að fullu inn í viðmiðunarstofninn þar sem þeir eru nú metnir við og undir meðallagi. Fram kemur að samkvæmt aflareglu verði aflamark ýsu 76 774 tonn sem er nær óbreytt ráðgjöf frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað sé að stærð viðmiðunarstofns muni haldast stöðug næstu tvö árin vegna góðrar nýliðunar áranna 2019 til 2021 en fari svo lækkandi. Gullkarfastofninn fari minnkandi Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu er nær óbreytt frá yfirstandandi fiskveiðiári og er 66 705 tonn. Ráðgjöf fyrir gullkarfa er 46 911 tonn eða 14 % hærri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Þrátt fyrir hækkunina er rétt að benda á að nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Áfram er lagt er til að aflamark djúpkarfa verði 0 tonn þar sem hrygningarstofninn er metinn undir varúðarmörkum. Ekki er búist að stofninn fari upp fyrir varúðarmörk í fyrirsjáanlegri framtíð. Ráðgjöf fyrir grálúðu lækkar um 9 % frá fyrra ári og er 17 890 tonn. Ráðlagt aflamark er lægra vegna þess að stofninn er nú metinn undir varúðarmörkum. Þó er útlit fyrir að stofninn fari vaxandi á næstu árum vegna góðrar nýliðunar. Ráðgjöf um aflamark íslensku sumargotssíldarinnar fylgir nú nýrri aflareglu, þar sem aflamark komandi fiskveiðiárs er nú 19 % af viðmiðunarstofni (lífmassa 4 ára síldar og eldri) í stað 15 %. Þrátt fyrir þessa hækkun á veiðihlutfalli er ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórnvalda 81 367 tonn eða 12 % lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári. Helgast það að því að viðmiðunarstofninn er nú metinn umtalsvert minni en í fyrra. Ráðgjöfina í heild sinni má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Sjá meira