„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 19:17 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Vísir/Sigurjón Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt. Vaxtastuðningurinn er hluti af framlagi ríkisins til kjarasamninga og ætlað að koma til móts við fólk sem fundið hefur fyrir aukinni vaxtabyrði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali, og er ráðstafað í gegnum vefsíðu Skattsins. Í fréttinni í spilaranum hér að neðan er gerð heiðarleg tilraun til þess að útskýra nánar hvernig réttur hvers og eins til vaxtastuðnings er reiknaður út: Stuðningurinn getur mest verið 150 þúsund hjá einstaklingum, 200 þúsund hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund hjá hjónum, en upphæðin tekur mið af tekjum fólks. Fólk í fyrstu tveimur hópunum má hafa haft allt að sex milljónir í laun, áður en frádrátturinn dettur inn. Eftir það dragast fjögur prósent af hverri krónu umfram milljónirnar sex. Fyrir fólkið í síðasta hópnum kemur sami frádráttur inn eftir samanlagðar tekjur upp á 9,6 milljónir. Frádrátturinn tekur einnig mið af eignum fólks, en á vefsíðu Skattsins segir: Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Og, ef frádráttur er svo mikill að stuðningurinn reiknast lægri en fimm þúsund krónur, þá fellur hann niður. Oftast best að borga beint inn á lánið Fjármálaráðgjafi segir fólk standa frammi fyrir vali um hvort stuðningurinn fari beint inn á húsnæðislán, eða í einstaka afborgun. „Ég segi að yfirleitt viljum við nú, ef við fáum einhverja peninga í hendurnar, leggja þá beint inn á höfuðstól láns, til þess að lækka lánið. Það er svo mikill ávinningur í því. Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur. Það sem þú hafðir greitt niður mun aldrei bera neina vexti, aldrei neina verðtryggingu. Það er farið og það er hundrað prósent öruggt,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Hins vegar geti aðstæður kallað á að fólk nýtti stuðninginn frekar í einstaka afborgun. „Erfiður yfirdráttur, slæmar visa-skuldir, slæmar raðgreiðslur; eitthvað sem er mjög erfitt að ná, vegna greiðslu af íbúðaláni. Hugsanlega væri þá hægt að nýta þennan vaxtastuðning inn á afborganir, í þessum eina mánuði, ef samsvarandi upphæð er þá notuð til þess að vinna á ennþá verri lánum.“ Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Vaxtastuðningurinn er hluti af framlagi ríkisins til kjarasamninga og ætlað að koma til móts við fólk sem fundið hefur fyrir aukinni vaxtabyrði. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá styrkinn, en hann er reiknaður samkvæmt forsendum sem fyrir liggja í skattframtali, og er ráðstafað í gegnum vefsíðu Skattsins. Í fréttinni í spilaranum hér að neðan er gerð heiðarleg tilraun til þess að útskýra nánar hvernig réttur hvers og eins til vaxtastuðnings er reiknaður út: Stuðningurinn getur mest verið 150 þúsund hjá einstaklingum, 200 þúsund hjá einstæðum foreldrum og 250 þúsund hjá hjónum, en upphæðin tekur mið af tekjum fólks. Fólk í fyrstu tveimur hópunum má hafa haft allt að sex milljónir í laun, áður en frádrátturinn dettur inn. Eftir það dragast fjögur prósent af hverri krónu umfram milljónirnar sex. Fyrir fólkið í síðasta hópnum kemur sami frádráttur inn eftir samanlagðar tekjur upp á 9,6 milljónir. Frádrátturinn tekur einnig mið af eignum fólks, en á vefsíðu Skattsins segir: Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki. Og, ef frádráttur er svo mikill að stuðningurinn reiknast lægri en fimm þúsund krónur, þá fellur hann niður. Oftast best að borga beint inn á lánið Fjármálaráðgjafi segir fólk standa frammi fyrir vali um hvort stuðningurinn fari beint inn á húsnæðislán, eða í einstaka afborgun. „Ég segi að yfirleitt viljum við nú, ef við fáum einhverja peninga í hendurnar, leggja þá beint inn á höfuðstól láns, til þess að lækka lánið. Það er svo mikill ávinningur í því. Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur. Það sem þú hafðir greitt niður mun aldrei bera neina vexti, aldrei neina verðtryggingu. Það er farið og það er hundrað prósent öruggt,“ segir Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. Hins vegar geti aðstæður kallað á að fólk nýtti stuðninginn frekar í einstaka afborgun. „Erfiður yfirdráttur, slæmar visa-skuldir, slæmar raðgreiðslur; eitthvað sem er mjög erfitt að ná, vegna greiðslu af íbúðaláni. Hugsanlega væri þá hægt að nýta þennan vaxtastuðning inn á afborganir, í þessum eina mánuði, ef samsvarandi upphæð er þá notuð til þess að vinna á ennþá verri lánum.“
Frá stofninum dragast 0,5% af nettó eign sem er umfram 18.000.000 kr. hjá einstaklingum og einstæðum foreldrum, en umfram 28.000.000 kr. hjá hjónum og sambýlisfólki.
Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Skattar og tollar Fjármál heimilisins Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira