Innherji

Hót­­el­r­ek­­end­­ur von­ast til að sala hrökkv­i í gang eft­­ir af­­bók­­an­­ir

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldsumbrotin við Grindavík hefur í raun verið heimfærð á landið allt í huga umheimsins, segja stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem finnst ekki hafa verið stigið inn í af nægum mætti í umræðu í erlendum fjölmiðum. 
Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldsumbrotin við Grindavík hefur í raun verið heimfærð á landið allt í huga umheimsins, segja stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja sem finnst ekki hafa verið stigið inn í af nægum mætti í umræðu í erlendum fjölmiðum.  Vísir/RAX

Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja.


Tengdar fréttir

Play sér ekki til­efni til að breyta af­komu­spánni þrátt fyrir aukna samkeppni

Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu.

Fyrst­a skipt­i sem skrán­ing á Aðal­list­a heppn­ast ekki

Það var áhugi á að fá Íslandshótel á hlutabréfamarkað en ekki á því gengi sem var í boði við núverandi aðstæður. Innlánsvextir eru háir, fjárfestar hafa lagt ríflegt fé í hlutafjárútboð að undanförnu og því mikið fé „tekið af borðinu“ og horfur í ferðaþjónustu eru hóflegar fyrir sumarið. „Hvað á ég að selja til að fjárfesta í hótelkeðjunni?“ spurðu viðskiptavinir miðlara en í ljósi þess hve mörg önnur félög eru hagstætt verðlögð um þessar mundir var oft fátt um svör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×