Fótbolti

Fær starfið til fram­búðar eftir fimm leiki án ó­sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sabrina náði vel til leikmanna liðsins á þeim stutta tíma sem hún þjálfaði liðið á síðustu leiktíð.
Sabrina náði vel til leikmanna liðsins á þeim stutta tíma sem hún þjálfaði liðið á síðustu leiktíð. FC Ingolstadt 04

Sabrina Wittmann hefur verið ráðin aðalþjálfari þýska 3. deildarliðsins Ingolstadt eftir frábæran árangur sem bráðabirgðaþjálfari þess undir lok tímabilsins.

Hin 32 ára gamla Sabrina tók við karlaliðið Ingolstadt í maí á þessu ári og fór liðið fimm leiki án ósigurs undir hennar stjórn. Nú hefur „bráðabirgða“ forskeytið verið tekið af og hefur Sabrina verið ráðin aðalþjálfari liðsins.

Ivo Grlic, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, sagði jákvæð viðbrögð leikmanna hópsins og árangur liðsins undir hennar stjórn hafa sýnt að hún væri rétti aðilinn í starfið.

„Ég er mjög stolt af því sem ég hef áorkað og stefni á að halda vegferðinni áfram. Þá þakka ég Ivo og Didi Biersdorfer (framkvæmdastjóra félagsins) fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér,“ sagði Sabrina í viðtali eftir að ráðningin var opinberuð.

Sabrina er til þessa eina konan sem hefur verið aðalþjálfari atvinnumanna liðs karla megin en Marie-Louise Eta er aðstoðarþjálfari Union Berlín í efstu deild. Hún stýrði liðinu tímabundið þegar liðið var í leit að nýjum aðalþjálfara á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×