Innherji

„Nokkuð ein­hæf“ fjár­mögnun eykur endur­fjár­mögnunar­á­hættu bankanna

Hörður Ægisson skrifar
Stóru bankarnir þrír hafa að undanförnu byrjað að gefa út verðtryggð almenn skuldabréf í krónum.
Stóru bankarnir þrír hafa að undanförnu byrjað að gefa út verðtryggð almenn skuldabréf í krónum.

Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti.


Tengdar fréttir

Unnið með bönkunum í er­lendri fjár­mögnun að hafa tekið yfir í­búða­lánin

Efnahagsreikningur og rekstur viðskiptabankanna hefur tekið stakkaskiptum frá 2019, þegar þeir voru í raun bara „fyrirtækjabankar“ að sögn seðlabankastjóra, og viðskiptalíkanið er orðið mun sterkara eftir að bankarnir tóku nánast yfir íbúðalán heimilanna sem hefur unnið með þeim í erlendri markaðsfjármögnun. Hann segir að hagræðið sem hafi náðst með þeirri breytingu sé komin til vera og öll rök hnígi að því að lífeyrissjóðir einblíni á að kaupa sértryggð bankanna fremur en að standa sjálfur í beinum lánveitingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×