„Nokkuð einhæf“ fjármögnun eykur endurfjármögnunaráhættu bankanna
![Stóru bankarnir þrír hafa að undanförnu byrjað að gefa út verðtryggð almenn skuldabréf í krónum.](https://www.visir.is/i/282050EA5A2D5C1B59D1A28EDE912D54A222126D719A201E88FABDBBB7AE1FF6_713x0.jpg)
Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/EC73BE730FB964B00B580A8AC200D6C296E5218F150B12182DB45EB778B1BEE4_308x200.jpg)
Unnið með bönkunum í erlendri fjármögnun að hafa tekið yfir íbúðalánin
Efnahagsreikningur og rekstur viðskiptabankanna hefur tekið stakkaskiptum frá 2019, þegar þeir voru í raun bara „fyrirtækjabankar“ að sögn seðlabankastjóra, og viðskiptalíkanið er orðið mun sterkara eftir að bankarnir tóku nánast yfir íbúðalán heimilanna sem hefur unnið með þeim í erlendri markaðsfjármögnun. Hann segir að hagræðið sem hafi náðst með þeirri breytingu sé komin til vera og öll rök hnígi að því að lífeyrissjóðir einblíni á að kaupa sértryggð bankanna fremur en að standa sjálfur í beinum lánveitingum.