Íslenski boltinn

Víkingur hefði átt að fá víti: „Ég skil ekki hvernig hann sér þetta ekki“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Víkingar fögnuðu sigri en vítaspyrna hefði án efa breytt gangi leiksins.
Víkingar fögnuðu sigri en vítaspyrna hefði án efa breytt gangi leiksins. Vísir / Hulda Margrét

Víkingur vann 5-2 sigur á Fylki um síðastliðna helgi. Dómari leiksins hlaut töluverða gagnrýni fyrir að sjá ekki Aron Elís handleika boltann áður en hann jafnaði leikinn 1-1. Mistök geta hins vegar alltaf gerst og það er nokkuð ljóst að mati Stúkunnar að Víkingur hefði átt að fá víti skömmu síðar.

Valdimar Þór Ingimundarsson var við það að skjóta á markið og hefði komið Víkingum 2-1 yfir en Orri Sveinn Segatta togaði í hann og truflaði skotið töluvert.

„Ef hann hefði togað buxurnar alveg niður fyrir hné, hefðirðu þá gefið víti?“ spurði þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson.

„Þetta er pjúra víti sko, ég skil ekki hvernig hann sér þetta ekki,“ svaraði sérfræðingurinn Lárus Orri þá um hæl.

Klippa: Víkingur hefði átt að fá víti

Víkingur komst svo 2-1 yfir aðeins þremur mínútum síðar. Orri Sveinn jafnaði 2-2 í upphafi seinni hálfleiks en Víkingar settu þrjú mörk til viðbótar og unnu öruggan 5-2 sigur að endingu.


Tengdar fréttir

„Við vorum mjög öflugir í 70 mínútur“

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, þurfti að játa sig sigraðan á móti Íslandsmeisturum Víkings í kvöld. Leikurinn var fjörugur en Árbæingar komust yfir á fyrstu mínútu en þurftu á endanum að sætta sig við 5-2 tap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×