VG geti ekki gefið meiri afslátt Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. júní 2024 13:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri Grænna og fulltrúi flokksins í allsherjar- og menntamálanefnd. Vísir/Vilhelm VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Umdeilt útlendingafrumvarp var í gær afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd. Umboðsmaður barna hafði gert miklar athugasemdir við það og sagt þrengri skilyrði til fjölskyldusameiningar ekki samræmast barnasáttmálanum. Nefndin virðist ekki fallast á túlkun umboðsmanns samkvæmt meirihlutaáliti og var frumvarpið afgreitt óbreytt en Jódís Skúladóttir, fulltrúi Vinstri Grænna í nefndinni, segir málið hafa fengið mikla og góða umræðu. Það sé nú komið í þann farveg sem vænta mátti. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum, sem fjallar um afbrotavarnir eða forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, og er ekki síður umdeilt er aftur á móti enn í nefnd og Jódís segir mikilvægt að þar stigið verði mjög varlega til jarðar, líkt og hún kom inn á í ræðu sinni á þinginu í gær. „Það veldur mér ugg að sjá framgöngu lögreglu hér í ýmsum málum, hvort heldur sem það sé í almennum mótmælum eða við handtöku einstaklinga. Ég held að við þurfum að fara ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu og að um það þurfi að vera mjög skýr lagaumgjörð,“ segir Jódís. Hún þori ekki að segja til um hvort málið verði afgreitt fyrir þinglok. Unnið sé að því að klára mörg stór mál. „Þetta er auðvitað bara inni í því eins og allt hitt en ég get ekki á þessari stundu tjáð mig um það hvaða mál verða kláruð og hvað ekki.“ Kostnaðarsamar málamiðlanir Vinstri Græn mælast með um þriggja prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og Jódís segir hreyfinguna þurfa að líta alvarlega í eigin barm og leita í ræturnar. „Það hefur í ýmsum málum þurft að gera málamiðlanir sem ég held að hafa kostað okkur of mikið. En að sama skapi höfum við svo náð fram ýmsu sem samstarfsflokkar telja að hafi kostað þau talsvert.“ Vinstri Græn hafa gert of miklar málamiðlanir sem skila sér í fylgistapi að mati þingmanns flokksins.vísir/Vilhelm Hreyfingin þurfi að beita sér fyrir róttækari vinstristefnu, sem Jódís segir að verði að rúmast innan ríkisstjórnarsamstarfsins. „Ég held að við getum gert enn betur í að standa vörð um vinstri mál og standa vörð um okkar stefnu. Það reyni ég að gera alla daga og reyni að brýna mig í því,“ segir Jódís. Er þessi ríkisstjórn þá að fara lifa út kjörtímabilið? „Það er stefnt að því og ég sé því ekkert til fyrirstöðu ef samstarfið gengur upp. Það er auðvitað bara hver dagur fyrir sig, þar sem við erum að takast á frá ólíkum sjónarhornum. En við getum ekkert gefið meiri afslátt. Það er bara þannig og okkar fylgistölur styðja við það.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira