Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 5. júní 2024 12:01 Davíð Smári Lamude er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari í efstu deild. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Davíð tók við Vestra fyrir síðasta tímabil eftir að hafa gert góða hluti með Kórdrengi árin þar á undan. Undir stjórn Davíðs komust Vestramenn upp í Bestu deildina í gegnum umspil og eru með tíu stig í 9. sæti hennar, þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á sínum heimavelli á Ísafirði. Atli Viðar og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir fyrsta þriðjung Bestu deildarinnar ásamt Ingva Þór Sæmundssyni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, og ræddu þar meðal annars um Davíð og Vestramennina hans. „Þeir hafa lent í miklum hremmingum með varnarleikinn sinn og eftir þessa tvo sigurleiki, gegn KA og HK, kom smá dýfa. Þá fannst manni vera að fjara undan þeim og það væri eins og þeir væru að bíða eftir því að komast vestur og ná að búa til einhverja stemmningu. En svo náðu þeir mjög sterku stigi vestur í bæ og unnu svo Stjörnuna. Það finnst mér merki um ótrúlega seiglu og ótrúlegan karakter í þessu liði,“ sagði Atli Viðar. „Ég held að það sé fyrst og þjálfarinn þeirra sem býr það til. Ég hef verið ofboðslega hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram fyrir hönd þessa liðs,“ sagði Atli Viðar. „Maður sér á honum hvernig honum líður en hann er alltaf kurteis og einlægur. Hann minnir dálítið á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum. Hann er heill og segir nákvæmlega það sem hann er að upplifa en það er ekki til einhver gorgeir eða leikþáttur í honum. Ég er ótrúlega hrifinn af því hversu einlægur og flottur hann er í viðtölum og með leikmennina sína.“ Næsti leikur Vestra er gegn Fylki í Árbænum 18. júní og ef allt gengur eftir verður svo fyrsti alvöru heimaleikur þeirra Vestramanna gegn Valsmönnum fjórum dögum seinna. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Tengdar fréttir „Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Komu inn í leikinn með þennan fína „við erum betri en þið í fótbolta“ hroka Lárus Orri Sigurðsson segir að Stjarnan hafi einfaldlega bognað undan baráttugleði Vestra í leik liðanna í Bestu deild karla um helgina. 5. júní 2024 09:00
Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01