Geirfuglar Sigríðar Hagalín Þór Saari skrifar 5. júní 2024 09:01 Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. Fyrst má nefna að inngangurinn er útúrsnúningur og byggður á röngum upplýsingum um útrýmingu geirfuglsins, því þeir menn sem drápu síðasta geirfuglinn gerðu það að pöntun dansks kaupahéðins sem vissi að sá síðasti yrði miklu meira virði (peningalega) dauður en lifandi. SHB stillir hins vegar upp einverri fallegri vísindahugsun sem á ekki við nein rök eða staðreyndir að styðjast. Af þessari sömu ástæðu munu menn líka drepa síðasta ljónið og síðasta nashyrninginn og það er bara engin „góð meining“ á bak við svoleiðis eins og SHB heldur fram, heldur náköld græðgi í peninga og ekkert annað. Þar af leiðandi er restin af greininn hrein markleysa því hún byggir á útúrsnúningi og þeim rangindum sem fram koma í innganginum og samlíking hennar við málvernd gengur ekki upp, er út í hött eins og sagt er. Skilningur hennar á þróun tungunnar gegnum aldirnar er líka rangur því ástæðan fyrir því að við getum enn lesið og skilið forníslensku er einmitt að hún hefur EKKI breyst svo mikið og hefur ekki verið „ein ólgandi, skapandi, lífræn súpa um aldir“ eins og SHB heldur fram, heldur hefur hún varðveist merkilega vel óbreytt frá tímum Snorra Sturlusonar. Af sömu ástæðu hefðu Snorri, Hallgrímur og Jónas vel getað lesið nútíma íslensku dagsins og „uppreisn“ Laxness, sem var að mestu uppreisn af prinsipp ástæðum, snerist að mestu leiti um kommusetningu en ekki breytingar á uppbyggingu setningaskipanar og málfræði. SHB býr svo til strámann þegar hún talar um að nágrannaþjóðirnar hafi losað sig við viðtengingarháttinn og lifað það af og stillir því svo upp við hliðina á þeim ambögum þegar notað er „fólk“ og „þau“ í stað „menn“ og „þá“ eitthvað sem er bara allt annað mál. Þetta eru nefnilega ekki smekksatriði eða blæbrigði heldur breyting á innihaldi setninga sem og setningaskipan, sem gerir tungumálið hreinlega klúrt í framsetningu, enda í ósamræmi við málfræði og hefðir. Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli. Það er því rétt hjá henni að nefna þau atriði sem hún gerir til styrktar tungumálinu og vísar til dæmis í niðurskurð framlaga til HÍ í því sambandi, en hún „gleymir“ því að RÚV er ásamt HÍ mikilvægasta menningarstofnunin sem við eigum og á að leiða vagninn í vönduðu málfari. Það er ekki gert með því að þröngva fram með handafli breytingum á tungumálinu bara vegna þess að ákveðnir hópar telja í sjálfhverfu sinni að það sé þeim ónothæft, heldur miklu fremur að benda á að íslenskan hefur til dæmis þrjú kyn og sem slík hefur þegar pláss fyrir þá sem vilja hvorki kalla sig karl eða konu, svo eitt dæmi sé nefnt. Það sem gleymist líka svo oft í þessari umræðu er að tungumálið er miklu meira en samskiptatæki. Við hugsum nefnilega á tungumálinu sem við kunnum, og ef gengið er bratt fram í því að breyta tungumálinu með handafli og smætta það niður samkvæmt samfélagsmiðlafrösum, hættum við ekki bara að geta átt í samskiptum heldur verður hugsunin líka grautarleg, þar sem hugtök verða á floti um víðan völl og á endanum flestum ofviða. Það er svo náttúrulega þangað sem TikTok „menningin“ dregur fólk fyrir rest ef ekki er haldið vel á spöðunum. Það þýðir þó líklega lítið að andæfa þessu meinta frjálslyndi SHB og félaga, því hér er á vissan hátt um trúarbrögð að ræða sem byggja á einhvers konar pólitískri hugsun hægri manna um frelsi. „Frjálslyndið“ þar á bak við er nefnilega á flestan hátt frjálslyndi Hannesar Hólmsteins og félaga, það þykir mjög „kúl“ í samfélagi dagsins, og er einhvers konar tískuorð í samtímanum. „Frjálslyndi“ sem orð og hugtak er þess vegna í raun ómarktækt og merkingarlaust sem skilgreining, því öll teljum við okkur vera frjálslynd og „frjáls.“ Orðið sjálft er því lítið annað en ómarktækur pólitískur frasi í anda frasans „forsjárhyggja“ sem einnig er notað af sama fólki og á einnig upphaf í hugmyndafræði HHG og nýfrjálshyggjunnar. Það hefur oft verið nefnt að nýfrjálshyggjan eiri engu ef ekki er spornað við. Það á líka við um tungumálið og það er því grafalvarlegt mál að starfsfólk, bæði á RÚV, innan HÍ, sem og í öllu skólakerfinu, geri sér ekki grein fyrir því hvert stefnir. Við stöndum nefnilega frammi fyrir því að umtalsvert stór hluti þjóðarinnar kann að lesa orðin en er ekki læs á innihaldið og samhengið og þrátt fyrir sömu niðurstöður úr PISA könnunum ár eftir ár, er ekkert gert í málinu. Það er staða sem líklega var ekki stefnt að, en þetta er engu að síður niðurstaðan og þýðir hvorki meira né minna en að íslenska skólakerfið, nánast eins og það leggur sig, hefur klúðrað hlutverki sínu í því grundvallaratriði sem skiptir mestu máli í námi, sem er læsi, í fleiri áratugi. Því snýst þess íslenskuumræða á þessu plani að einhverju leiti um keisarans skeggs, en hér er hún og verður líklega áfram, drifin áfram af trúarofsa „frelsis“ sem og af samblandi þeirra þriggja mest einkennandi eðlisþátta í fari Íslendinga sem mætti kalla hin þrjú „M“, meðvirkni, minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Þór Saari Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Rökleysan og rangfærslurnar í grein Sigríðar Hagalín á Vísir.is þann 4. júní eru margar og af ýmsum toga. Fyrst má nefna að inngangurinn er útúrsnúningur og byggður á röngum upplýsingum um útrýmingu geirfuglsins, því þeir menn sem drápu síðasta geirfuglinn gerðu það að pöntun dansks kaupahéðins sem vissi að sá síðasti yrði miklu meira virði (peningalega) dauður en lifandi. SHB stillir hins vegar upp einverri fallegri vísindahugsun sem á ekki við nein rök eða staðreyndir að styðjast. Af þessari sömu ástæðu munu menn líka drepa síðasta ljónið og síðasta nashyrninginn og það er bara engin „góð meining“ á bak við svoleiðis eins og SHB heldur fram, heldur náköld græðgi í peninga og ekkert annað. Þar af leiðandi er restin af greininn hrein markleysa því hún byggir á útúrsnúningi og þeim rangindum sem fram koma í innganginum og samlíking hennar við málvernd gengur ekki upp, er út í hött eins og sagt er. Skilningur hennar á þróun tungunnar gegnum aldirnar er líka rangur því ástæðan fyrir því að við getum enn lesið og skilið forníslensku er einmitt að hún hefur EKKI breyst svo mikið og hefur ekki verið „ein ólgandi, skapandi, lífræn súpa um aldir“ eins og SHB heldur fram, heldur hefur hún varðveist merkilega vel óbreytt frá tímum Snorra Sturlusonar. Af sömu ástæðu hefðu Snorri, Hallgrímur og Jónas vel getað lesið nútíma íslensku dagsins og „uppreisn“ Laxness, sem var að mestu uppreisn af prinsipp ástæðum, snerist að mestu leiti um kommusetningu en ekki breytingar á uppbyggingu setningaskipanar og málfræði. SHB býr svo til strámann þegar hún talar um að nágrannaþjóðirnar hafi losað sig við viðtengingarháttinn og lifað það af og stillir því svo upp við hliðina á þeim ambögum þegar notað er „fólk“ og „þau“ í stað „menn“ og „þá“ eitthvað sem er bara allt annað mál. Þetta eru nefnilega ekki smekksatriði eða blæbrigði heldur breyting á innihaldi setninga sem og setningaskipan, sem gerir tungumálið hreinlega klúrt í framsetningu, enda í ósamræmi við málfræði og hefðir. Vissulega þróast tungumál, en þau gera það yfirleitt af sjálfu sér hægt og yfir langan tíma og þar skipta erlend áhrif höfuðmáli. Það er því rétt hjá henni að nefna þau atriði sem hún gerir til styrktar tungumálinu og vísar til dæmis í niðurskurð framlaga til HÍ í því sambandi, en hún „gleymir“ því að RÚV er ásamt HÍ mikilvægasta menningarstofnunin sem við eigum og á að leiða vagninn í vönduðu málfari. Það er ekki gert með því að þröngva fram með handafli breytingum á tungumálinu bara vegna þess að ákveðnir hópar telja í sjálfhverfu sinni að það sé þeim ónothæft, heldur miklu fremur að benda á að íslenskan hefur til dæmis þrjú kyn og sem slík hefur þegar pláss fyrir þá sem vilja hvorki kalla sig karl eða konu, svo eitt dæmi sé nefnt. Það sem gleymist líka svo oft í þessari umræðu er að tungumálið er miklu meira en samskiptatæki. Við hugsum nefnilega á tungumálinu sem við kunnum, og ef gengið er bratt fram í því að breyta tungumálinu með handafli og smætta það niður samkvæmt samfélagsmiðlafrösum, hættum við ekki bara að geta átt í samskiptum heldur verður hugsunin líka grautarleg, þar sem hugtök verða á floti um víðan völl og á endanum flestum ofviða. Það er svo náttúrulega þangað sem TikTok „menningin“ dregur fólk fyrir rest ef ekki er haldið vel á spöðunum. Það þýðir þó líklega lítið að andæfa þessu meinta frjálslyndi SHB og félaga, því hér er á vissan hátt um trúarbrögð að ræða sem byggja á einhvers konar pólitískri hugsun hægri manna um frelsi. „Frjálslyndið“ þar á bak við er nefnilega á flestan hátt frjálslyndi Hannesar Hólmsteins og félaga, það þykir mjög „kúl“ í samfélagi dagsins, og er einhvers konar tískuorð í samtímanum. „Frjálslyndi“ sem orð og hugtak er þess vegna í raun ómarktækt og merkingarlaust sem skilgreining, því öll teljum við okkur vera frjálslynd og „frjáls.“ Orðið sjálft er því lítið annað en ómarktækur pólitískur frasi í anda frasans „forsjárhyggja“ sem einnig er notað af sama fólki og á einnig upphaf í hugmyndafræði HHG og nýfrjálshyggjunnar. Það hefur oft verið nefnt að nýfrjálshyggjan eiri engu ef ekki er spornað við. Það á líka við um tungumálið og það er því grafalvarlegt mál að starfsfólk, bæði á RÚV, innan HÍ, sem og í öllu skólakerfinu, geri sér ekki grein fyrir því hvert stefnir. Við stöndum nefnilega frammi fyrir því að umtalsvert stór hluti þjóðarinnar kann að lesa orðin en er ekki læs á innihaldið og samhengið og þrátt fyrir sömu niðurstöður úr PISA könnunum ár eftir ár, er ekkert gert í málinu. Það er staða sem líklega var ekki stefnt að, en þetta er engu að síður niðurstaðan og þýðir hvorki meira né minna en að íslenska skólakerfið, nánast eins og það leggur sig, hefur klúðrað hlutverki sínu í því grundvallaratriði sem skiptir mestu máli í námi, sem er læsi, í fleiri áratugi. Því snýst þess íslenskuumræða á þessu plani að einhverju leiti um keisarans skeggs, en hér er hún og verður líklega áfram, drifin áfram af trúarofsa „frelsis“ sem og af samblandi þeirra þriggja mest einkennandi eðlisþátta í fari Íslendinga sem mætti kalla hin þrjú „M“, meðvirkni, minnimáttarkennd og mikilmennskubrjálæði. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar