Bein útsending: Ásgeir og Arnór sitja fyrir svörum Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2024 08:59 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mun ásamt Arnóri Sighvatssyni svara fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans á fundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika munu sitja fyrir svörum og kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar á fréttamannafundi sem hefst núna klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum, sem fram fer í Safnahúsinu við Hverfisgötu, í beinu streymi í spilaranum að neðan. Í yfirlýsingunni segir meðan annars að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið beri enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa muni skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 5. júní 2024 Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist. Fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafa ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi er töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hefur farið vaxandi. Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk. Teikn eru á lofti um að tekið sé hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa eykur líkur á greiðsluerfiðleikum. Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi rekstraröryggis í greiðslumiðlun. Huga þarf heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, m.a. með samhæfingu viðbragða á fjármálamarkaði vegna rekstraratvika, viðbúnaðaræfingum og netöryggisprófunum. Fjármálastöðugleikanefnd lítur svo á að samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hvað varðar rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem nú liggur fyrir Alþingi muni efla öryggi og styrkja viðnámsþrótt. Nefndin mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti. Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. 5. júní 2024 08:34 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hægt verður að fylgjast með fundinum, sem fram fer í Safnahúsinu við Hverfisgötu, í beinu streymi í spilaranum að neðan. Í yfirlýsingunni segir meðan annars að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið beri enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa muni skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 5. júní 2024 Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist. Fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafa ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi er töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hefur farið vaxandi. Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk. Teikn eru á lofti um að tekið sé hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa eykur líkur á greiðsluerfiðleikum. Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi rekstraröryggis í greiðslumiðlun. Huga þarf heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, m.a. með samhæfingu viðbragða á fjármálamarkaði vegna rekstraratvika, viðbúnaðaræfingum og netöryggisprófunum. Fjármálastöðugleikanefnd lítur svo á að samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hvað varðar rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem nú liggur fyrir Alþingi muni efla öryggi og styrkja viðnámsþrótt. Nefndin mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar 5. júní 2024 Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig. Vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Umsvif á fasteignamarkaði hafa aukist. Fólksfjölgun, tekjuvöxtur og afleiðingar eldsumbrota hafa ýtt undir eftirspurn. Að sama skapi er töluverður vöxtur í útlánum til byggingarfyrirtækja og fasteignafélaga auk þess sem vinnuafl í byggingariðnaði hefur farið vaxandi. Skuldahlutföll einkageirans hafa lækkað síðustu misseri og eru lág í sögulegu samhengi. Eiginfjárstaða heimila með fasteignalán hefur haldið áfram að styrkjast en greiðslubyrði lánþega hefur þyngst. Hækkun raunvaxta hefur þrengt að ráðstöfunartekjum heimila og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Útlit er fyrir að þessara áhrifa gæti enn frekar á næstu misserum. Á móti vegur að eiginfjárstaða heimila og fyrirtækja í flestum atvinnugreinum er sterk. Teikn eru á lofti um að tekið sé hægja á efnahagslífinu samhliða hækkun raunvaxta. Þyngri greiðslubyrði lána ásamt hægari vexti efnahagsumsvifa eykur líkur á greiðsluerfiðleikum. Til að viðhalda viðnámsþrótti bankanna hefur fjármálastöðugleikanefnd ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%. Nefndin telur sterka eiginfjárstöðu mikilvæga við ríkjandi aðstæður. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi rekstraröryggis í greiðslumiðlun. Huga þarf heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, m.a. með samhæfingu viðbragða á fjármálamarkaði vegna rekstraratvika, viðbúnaðaræfingum og netöryggisprófunum. Fjármálastöðugleikanefnd lítur svo á að samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands hvað varðar rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem nú liggur fyrir Alþingi muni efla öryggi og styrkja viðnámsþrótt. Nefndin mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti.
Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. 5. júní 2024 08:34 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þrálát verðbólga mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum þar sem eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk og aðgengi þeirra að fjármögnun gott. Lítið ber enn á vanskilum þrátt fyrir hátt vaxtastig en vert er þó að hafa í huga að þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa mun skapa áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. 5. júní 2024 08:34