Enski boltinn

Helsti styrktar­aðili Liver­pool sakaður um tengsl við hryðju­verka­samtök

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Standard Chartered hefur verið framan á treyjum Liverpool frá 2010. Núverandi samningur félagsins við bankann gildir til 2027.
Standard Chartered hefur verið framan á treyjum Liverpool frá 2010. Núverandi samningur félagsins við bankann gildir til 2027. Daniel Chesterton/Getty Images

Breski bankinn Standard Chartered hefur verið sakaður um tengsl við hryðjuverkamenn. Kemur þetta fram í réttarskjölum frá New York í Bandaríkjunum.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að bankinn sé tengdur greiðslum til fyrirtækja sem eru beintengd hinum ýmsu hryðjuverkasamtökum. Um er færslur upp á fleiri milljarða Bandaríkjadala.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bankinn er bendlaður við ólöglegt athæfi en talið er að ríkisstjórn Íran hafi notað bankann frá 2008 til 2013. Eitthvað sem bankar í Bretlandi máttu ekki á þeim tíma.

Árið 2012 kom David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í veg fyrir ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna í garð bankans vegna peningaþvotts.

Í skjölunum frá New York segir að nú sé um að ræða færslur tengdar einstaklingum og hryðjuverkasamtökum á borð við Hezbollah, Hamas, al-Qaeda og Talíbanana upp á 9,6 milljarða Bandaríkjadala eða rúmlega 1300 milljarða íslenskra króna.

Bankinn, sem borgar Liverpool 50 milljónir punda (8.8 milljarða íslenskra króna) ár hvert fyrir að vera framan á treyjum þess, segir ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×