Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Íþróttadeild Vísis skrifar 4. júní 2024 21:35 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira
Leikurinn endaði með sigri Íslands þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en eins og svo oft áður var það Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína Lea var valin best að mati Íþróttadeild Vísis, hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna eftir sigur kvöldsins. Byrjunarlið Fanney Inga Birgisdóttir, markvörður - 6 Réði ekki mikið við markið sem Austurríki skoraði en greip vel inn í það sem þurfti og varði þau fáu skot sem komu á markið.Vísir/Diego Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður - 6 Hefði mögulega mátt gera betur í marki Austurríkis. Stóð sína plikt annars vel.Vísir/Diego Glódís Perla Guðmundsdóttir, miðvörður (fyrirliði) - 7 Vaktin var staðin af miklum sóma. Sóknarmenn gestanna komstu lítt áleiðis gegn henni.Vísir/Diego Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður - 7 Stóð sína vakt einnig vel sem gerði það að verkum að gestirnir gerðu lítið sóknarlega.Vísir/Diego Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður - 7 Frábær sprettur til að skapa fyrsta markið. Skilaði svo góðum varnarleik einnig.Vísir/Diego Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður - 6 Var mest í baráttunni á miðjunni í dag. Skilaði fínu dagsverki.Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir, miðjumaður - 7 Rosalegur skalli til að koma Íslandi yfir. Þrumaði honum með pönnunni í netið. Baráttan einnig til fyrirmyndar.Vísir/Diego Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður - 8 (Maður leiksins) Yfirburðar leikmaður í dag. Tvær stoðsendingar, óheppin að skora ekki úr hornspyrnum í upphafi seinni hálfleiks. Sóknarleikurinn flæddi í gegnum hana og spyrnur hennar sköpuðu ótta og hættu.Vísir/Diego Hlín Eiríksdóttir, framherji - 7 Frábærlega tekið fyrsta markið. Yfirvegun og gæði sýnd þar til að skora. Komst í annað gott færi um miðjan seinni hálfleik sem var vel varið.Vísir/Diego Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji - 6 Gat notið sín mikið betur sóknarlega í seinni hálfleik en fékk úr litlu að moða í þeim fyrri. Sinnti þó baráttu- og varnarvinnunni vel.Vísir/Diego Sandra María Jessen, framherji - 5 Skilaði góðri varnarvinnu í fyrri hálfleik þegar á þurfti að halda. Sást annars lítið sóknarmegin.Vísir/Diego Varamenn Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur á 77. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Diljá Ýr Zomers kom inn á fyrir Hlín Eiríksdóttur á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Emilía Ásgeirsdóttir kom inn á fyrir Söndru Maríu Jessen á 90. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn. Berglind Ágústsdóttir kom inn á fyrir Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur á 92. mínútu. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30