Íslenski boltinn

Haraldur tekur við Grinda­vík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur Árni Hróðmarsson handsalar samninginn við Grindavík.
Haraldur Árni Hróðmarsson handsalar samninginn við Grindavík. grindavík

Haraldur Árni Hróðmarsson hefur verið ráðinn þjálfari Grindavíkur í Lengjudeild karla í fótbolta.

Haraldur tekur við starfinu af Brynjari Birni Gunnarssyni sem var sagt upp eftir 2-2 jafnteflið við Keflavík í síðustu viku.

Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf Haraldar. Hann var áður aðstoðarþjálfari Vals þegar liðið varð Íslandsmeistari 2020 og aðstoðaði Jón Þór Hauksson með ÍA í Lengjudeildinni í fyrra.

„Það er með mikilli ánægju sem við kynnum inn Harald sem nýjan þjálfara Grindavíkur. Við teljum að Haraldur og Marko munu koma af miklum krafti inn í starfið hjá okkur og væntum við mikils af samstarfinu,“ sagði Haukur Guðberg Hauksson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, í fréttatilkynningu frá félaginu.

Haraldur stýrir Grindavík í fyrsta sinn þegar liðið mætir Leikni á útivelli 15. júní. Grindvíkingar eru í ellefta og næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×