Fótbolti

Segir að stærstu mis­tök í sögu Bayern hafi verið að selja Kroos

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Samherjar Tonis Kroos fagna honum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var jafnframt síðasti leikur hans fyrir Real Madrid.
Samherjar Tonis Kroos fagna honum eftir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var jafnframt síðasti leikur hans fyrir Real Madrid. getty/Sebastian Frej

Þýska fótboltagoðsögnin Lothar Matthäus segir að það hafi verið stærstu mistök í sögu Bayern München að selja Toni Kroos til Real Madrid.

Kroos lék sinn síðasta leik með félagsliði á ferlinum þegar Real Madrid vann Borussia Dortmund, 2-0, í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn.

Real Madrid keypti Kroos frá Bayern fyrir áratug eftir að viðræður hans við Bayern um nýjan samning runnu út í sandinn. Talið er að spænska stórveldið hafi einungis borgað tuttugu milljónir punda fyrir þýska miðjumanninn. Að mati Matthäus gerðu forráðamenn Bayern axarskaft með því að selja Kroos.

„Frá sjónarhóli Bayern voru þau stærstu mistök í sögu félagsins að selja Kroos eingöngu út frá tilfinningum og hégóma,“ sagði Matthäus.

„Svipað og með söluna á David Alaba, þá var ákvörðunin ekki skynsamleg. Kroos málið mun ásækja þá sem bera ábyrgð á því um ókomin ár.“

Kroos varð fjórum sinnum Spánarmeistari með Real Madrid, einu sinni bikarmeistari og fimm sinnum Evrópumeistari. Hann lék alls 465 leiki fyrir Madrídarliðið og skoraði 28 mörk.

Kroos leggur skóna á hilluna eftir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×