Íslenski boltinn

FH spilar í gulum búningi til styrktar Píeta sam­takanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guli búningur þeirra FH-inga.
Guli búningur þeirra FH-inga. fh

FH frumsýndi nýjan búning í leiknum gegn Fram í Bestu deild karla á föstudaginn. Búningurinn er styrktarbúningur fyrir Píeta samtökin.

Búningurinn er algulur með gamalli útgáfu af merki FH. Einnig eru gömul Lengju- og KFC-merki á búningnum.

Aftan á hálsmálinu er svo slagorð Píeta samtakanna, „Það er alltaf von“, en FH-ingar völdu að styrkja þau að þessu sinni. Þúsund krónur af hverjum seldum búning rennur til Píeta samtakanna. Auður tvöfaldar svo þá upphæð.

Þetta er annað árið í röð sem FH framleiðir sérstakan þriðja búning. Í fyrra var búningurinn bleikur og FH-ingar styrktu Bleiku slaufuna.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá kynningu á gula búningnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×