Fótbolti

Þrír á­kærðir fyrir vallarinnrás á úr­slita­leik Meistaradeildarinnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Einn innrásarmannana fékk mynd með Vinicius Jr.
Einn innrásarmannana fékk mynd með Vinicius Jr. Marc Atkins/Getty Images

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vallarinnrás á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fór fram á Wembley síðasta laugardag

Yevhenii Lubnenko, 29 ára karlmaður, David Carneckij, 28 ára karlmaður og 16 ára einstaklingur sem má ekki nafngreina af lagalegum ástæðum munu þurfa að mæta fyrir dóm.

Mennirnir skipulögðu aðgerðir sínar og tókst að hlaupa um í nokkrar mínútur áður en gæslan náði þeim.Zac Goodwin/PA Images via Getty Images)

Atvikið átti sér stað í upphafi leiks Real Madrid og Borussia Dortmund, leikurinn tafðist um nokkrar mínútur en hélt svo áfram óáreittur og Real Madrid fagnaði 2-0 sigri.

Þetta kemur í kjölfar 53 handtakna í tengslum við óeriðir við Wembley. Fjölmargir einstaklingar reyndu að brjóta sér leið inn á völlinn án miða.

Öryggisgæsla á úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar hefur hlotið töluverða gagnrýni undanfarin ár, illa fór í París 2022 þegar Liverpool og Real Madrid mættust. Svipaða sögu var að segja í Istanbul á síðasta ári.

Þá auðvitað að ógleymdum úrslitaleik Evrópumótsins árið 2021 á Wembley þar sem þúsundir manna mættu á Wembley án miða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×