Hareide yngri orðinn yfirmaður íþróttamála hjá ensku C-deildarliði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 19:15 Bendik og Åge Hareide. @BHAREIDE Bendik Hareide, sonur Åge Hareide – landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er orðinn yfirmaður íþróttamála hjá enska C-deildarliðinu Burton Albion. Frá þessu greindi Burton í dag en breytingar urðu á eignarhaldi félagsins þegar fjárfestingahópurinn Nordic Football Group keypti hlutabréf fráfarandi formanns Ben Robinson. Í frétt Fótbolti.net kemur fram að fjárfestar NFG komi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Today marks the start of an exciting new era for our club after the EFL cleared the sale of Chairman Ben Robinson’s entire majority ownership stake to Nordic Football Group.Read full details here to learn about the NFG team and the Robinson family's continued involvement#BAFC— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) June 3, 2024 Fráfarandi formaðurinn Robinson hefur verið við stjórnvölin hjá Burton lengi vel en eftir slakan árangur undanfarin ár ákvað hann að kalla þetta gott og selja hlutabréf sín í félaginu. Ole Jakob Strandhagen kemur í hans stað sem formaður Burton, Tom Davidson verður stjórnarformaður, títtnefndur Bendik verður yfirmaður íþróttamála og Kevin Skabo tekur við stöðu viðskiptastjóra. Bendik komst í fréttir hér á landi skömmu eftir að faðir hans tók við A-landsliði karla. Kom hann meðal annars hingað til lands að horfa á landsliðið spila. Takk fyrir þennan tíma Ísland! Yndislegt fólk, ótrúleg náttúra og fullt af góðum mat 👌🏻🇮🇸🌋 You played well, next time you’ll have the luck with you. The points will come ⚽️💪🏻 pic.twitter.com/ZVuI7L0mgp— Bendik Hareide (@BHareide) June 21, 2023 Hann mun nú vera vant við látinn að byggja upp lið Burton sem hefur séð bjartari daga. Liðið endaði í 20. sæti ensku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Bendik hefur verið viðloðinn norska stórliðið Molde þar sem hann var meðal annars hluti af leikmannaþróun akademíu félagsins sem og hann var um tíma í stjórn félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira
Frá þessu greindi Burton í dag en breytingar urðu á eignarhaldi félagsins þegar fjárfestingahópurinn Nordic Football Group keypti hlutabréf fráfarandi formanns Ben Robinson. Í frétt Fótbolti.net kemur fram að fjárfestar NFG komi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Today marks the start of an exciting new era for our club after the EFL cleared the sale of Chairman Ben Robinson’s entire majority ownership stake to Nordic Football Group.Read full details here to learn about the NFG team and the Robinson family's continued involvement#BAFC— Burton Albion FC (@burtonalbionfc) June 3, 2024 Fráfarandi formaðurinn Robinson hefur verið við stjórnvölin hjá Burton lengi vel en eftir slakan árangur undanfarin ár ákvað hann að kalla þetta gott og selja hlutabréf sín í félaginu. Ole Jakob Strandhagen kemur í hans stað sem formaður Burton, Tom Davidson verður stjórnarformaður, títtnefndur Bendik verður yfirmaður íþróttamála og Kevin Skabo tekur við stöðu viðskiptastjóra. Bendik komst í fréttir hér á landi skömmu eftir að faðir hans tók við A-landsliði karla. Kom hann meðal annars hingað til lands að horfa á landsliðið spila. Takk fyrir þennan tíma Ísland! Yndislegt fólk, ótrúleg náttúra og fullt af góðum mat 👌🏻🇮🇸🌋 You played well, next time you’ll have the luck with you. The points will come ⚽️💪🏻 pic.twitter.com/ZVuI7L0mgp— Bendik Hareide (@BHareide) June 21, 2023 Hann mun nú vera vant við látinn að byggja upp lið Burton sem hefur séð bjartari daga. Liðið endaði í 20. sæti ensku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Bendik hefur verið viðloðinn norska stórliðið Molde þar sem hann var meðal annars hluti af leikmannaþróun akademíu félagsins sem og hann var um tíma í stjórn félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður Sjá meira