Breytingar á lögum um útlendinga – neikvæð áhrif á réttindi og vernd barna á flótta Eva Bjarnadóttir og Sigurður Árnason skrifa 3. júní 2024 15:31 Félagasamtök sem vinna að bættum réttindum barna, hvetja til þess að frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga sem nú er til meðferðar á Alþingi Íslendinga verði ekki samþykkt án breytinga. Samtökin telja að tilteknar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu muni hafa neikvæð áhrif á réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og börn fólks sem veitt er vernd á Íslandi. Sérstakar ástæður Mál 11 ára gamals drengs frá Palestínu sem greindur er með Duchenne vöðvarýrnun og endursenda á til Spánar samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar útlendingamála hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Að mati okkar er um að ræða mál sem sýnir að hluta til hætturnar sem felast í tillögum frumvarpsins. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði brott úr lögum um útlendinga heimild stjórnvalda til að falla frá endursendingu með vísan til “sérstakra ástæðna” í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Um er að ræða heimild sem hefur á liðnum árum forðað fjölda einstaklinga, þ.m.t. börnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu, frá því að vera send úr landi í ómannúðlegar aðstæður eða óvissu um öryggi sitt. Við hvetjum til þess að stjórnvöld nýti þessa heimild í máli drengsins og að löggjafinn tryggi að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að fella ákvæðið úr lögum um útlendinga. Lengri bið barna eftir að sameinast foreldrum sínum Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar sem að okkar mati stofna í hættu rétti barna til að sameinast fjölskyldu sinni. Annars vegar er lagt til í frumvarpinu að þeir sem hafa sótt um eða verið veitt vernd í öðrum aðildarríkjum Schengen samstarfsins geti ekki fengið umsókn sína um vernd teknar til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli „sérstakra tengsla“ þrátt fyrir að eiga fjölskyldumeðlim sem hefur hér dvalarleyfi. Enn fremur er lagt til í frumvarpinu að fólk sem hlýtur vernd hér á landi á grundvelli viðbótarverndar eða dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða geti ekki sótt um dvalarleyfi fyrir fjölskyldur sínar fyrr en viðkomandi hefur haft dvalarleyfi hér á landi í tvö ár. Þetta mun augljóslega geta haft þau áhrif að börn verði fjarri foreldrum sínum í heil tvö ár áður en hægt yrði að leggja fram umsókn um slíka fjölskyldusameiningu. Oft yrði um það að ræða að börnin stæðu frammi fyrir sömu hættu í heimaríkinu þennan tveggja ára biðtíma sem var ástæðan fyrir flótta foreldrisins. Enn fremur er ljóst að það getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilbrigði, þroska og öryggi barna að vera án umsjár foreldra sinna til langs tíma. Tekið skal fram að í frumvarpinu er mælt fyrir um undanþágur frá þessum biðtíma en að mati okkar er ljóst af lestri frumvarpsins að um ákaflega takmörkuð undnaþágutilvik er að ræða sem munu ekki veita nema einstaka börnum vernd frá áhrifum frumvarpsins. Við setningu laga á Alþingi og við töku ákvarðana í málum sem stjórnvöld hafa til meðferðar ber að tryggja börnum þau réttindi sem þau njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur lagagildi hér á landi. Samkvæmt 3. gr. Barnasáttmálans skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang í slíkum málum. Samkvæmt 9. gr. Barnasáttmálans skulu aðildarríki hans tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra og í 10. gr. er kveðið á um að aðildarríki skuli með jákvæðu hugarfari, mannúðlega og með skjótum hætti afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki vegna endurfundar fjölskyldu. Þá ber aðildarríkjum samkvæmt 22 gr. Barnasáttmálans að gera það sem í þeirra valdi stendur að sameina börn á flótta fjölskyldum sínum. Engum dytti í hug að aðskilnaður barns frá foreldrum sínum teldist almennt barni fyrir bestu. Á það jafnt við um börn fólks á flótta sem önnur börn. Við hvetjum til þess að ekki verði ýtt undir greinarmun þar á milli og að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að rétti fólks sem fær vernd hér á landi til að sameinast fjölskyldum sínum verði seinkað um tvö ár. Löng málsmeðferð fyrir börn Samkvæmt núgildandi lögum um útlendinga skal taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram. Þegar um börn er að ræða er miðað við að endanleg niðurstaða hafi ekki fengist innan 10 mánaða. Ákvæði þessa efnis byggja meðal annars á því að ómannúðlegt þykir að láta umsækjendur bíða til langs tíma eftir niðurstöðu og ljóst er að það á sérstaklega við um börn. Með frumvarpinu er nú lagt til að þessi ákvæði verði felld úr lögunum. Við bendum á að núgildandi ákvæði voru ekki sett af tilefnislausu. Tafir á málsmeðferð hafa oft valdið því að þegar komið hefur til synjunar og brottflutnings barna úr landi hafi þau myndað sterk tengsl við nærsamfélag sitt, lært tungumálið og jafnvel ekki átt minningar um annað en að búa hér á landi. Við minnum á skyldu löggjafans og stjórnvalda til að hafa það sem börnum er fyrir bestu í forgangi og hvetur til þess að ekki verði horfið frá ákvæðum í lögum um útlendinga sem hafa þann tilgang að tryggja mannúðlega meðferð á umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri hjá UNICEF á Íslandi og Sigurður Árnason, lögfræðingur hjá ÖBÍ- réttindasamtök fyrir hönd: Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samfés, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Alþingi Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Félagasamtök sem vinna að bættum réttindum barna, hvetja til þess að frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga sem nú er til meðferðar á Alþingi Íslendinga verði ekki samþykkt án breytinga. Samtökin telja að tilteknar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu muni hafa neikvæð áhrif á réttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi og börn fólks sem veitt er vernd á Íslandi. Sérstakar ástæður Mál 11 ára gamals drengs frá Palestínu sem greindur er með Duchenne vöðvarýrnun og endursenda á til Spánar samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurði kærunefndar útlendingamála hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið. Að mati okkar er um að ræða mál sem sýnir að hluta til hætturnar sem felast í tillögum frumvarpsins. Í frumvarpinu er lagt til að felld verði brott úr lögum um útlendinga heimild stjórnvalda til að falla frá endursendingu með vísan til “sérstakra ástæðna” í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Um er að ræða heimild sem hefur á liðnum árum forðað fjölda einstaklinga, þ.m.t. börnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu, frá því að vera send úr landi í ómannúðlegar aðstæður eða óvissu um öryggi sitt. Við hvetjum til þess að stjórnvöld nýti þessa heimild í máli drengsins og að löggjafinn tryggi að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að fella ákvæðið úr lögum um útlendinga. Lengri bið barna eftir að sameinast foreldrum sínum Í frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar sem að okkar mati stofna í hættu rétti barna til að sameinast fjölskyldu sinni. Annars vegar er lagt til í frumvarpinu að þeir sem hafa sótt um eða verið veitt vernd í öðrum aðildarríkjum Schengen samstarfsins geti ekki fengið umsókn sína um vernd teknar til efnismeðferðar hér á landi á grundvelli „sérstakra tengsla“ þrátt fyrir að eiga fjölskyldumeðlim sem hefur hér dvalarleyfi. Enn fremur er lagt til í frumvarpinu að fólk sem hlýtur vernd hér á landi á grundvelli viðbótarverndar eða dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða geti ekki sótt um dvalarleyfi fyrir fjölskyldur sínar fyrr en viðkomandi hefur haft dvalarleyfi hér á landi í tvö ár. Þetta mun augljóslega geta haft þau áhrif að börn verði fjarri foreldrum sínum í heil tvö ár áður en hægt yrði að leggja fram umsókn um slíka fjölskyldusameiningu. Oft yrði um það að ræða að börnin stæðu frammi fyrir sömu hættu í heimaríkinu þennan tveggja ára biðtíma sem var ástæðan fyrir flótta foreldrisins. Enn fremur er ljóst að það getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilbrigði, þroska og öryggi barna að vera án umsjár foreldra sinna til langs tíma. Tekið skal fram að í frumvarpinu er mælt fyrir um undanþágur frá þessum biðtíma en að mati okkar er ljóst af lestri frumvarpsins að um ákaflega takmörkuð undnaþágutilvik er að ræða sem munu ekki veita nema einstaka börnum vernd frá áhrifum frumvarpsins. Við setningu laga á Alþingi og við töku ákvarðana í málum sem stjórnvöld hafa til meðferðar ber að tryggja börnum þau réttindi sem þau njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem hefur lagagildi hér á landi. Samkvæmt 3. gr. Barnasáttmálans skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang í slíkum málum. Samkvæmt 9. gr. Barnasáttmálans skulu aðildarríki hans tryggja að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra og í 10. gr. er kveðið á um að aðildarríki skuli með jákvæðu hugarfari, mannúðlega og með skjótum hætti afgreiða beiðni barns eða foreldris þess um að koma til eða fara frá aðildarríki vegna endurfundar fjölskyldu. Þá ber aðildarríkjum samkvæmt 22 gr. Barnasáttmálans að gera það sem í þeirra valdi stendur að sameina börn á flótta fjölskyldum sínum. Engum dytti í hug að aðskilnaður barns frá foreldrum sínum teldist almennt barni fyrir bestu. Á það jafnt við um börn fólks á flótta sem önnur börn. Við hvetjum til þess að ekki verði ýtt undir greinarmun þar á milli og að fallið verði frá áformum frumvarpsins um að rétti fólks sem fær vernd hér á landi til að sameinast fjölskyldum sínum verði seinkað um tvö ár. Löng málsmeðferð fyrir börn Samkvæmt núgildandi lögum um útlendinga skal taka umsókn um alþjóðlega vernd til efnismeðferðar hafi umsækjandi ekki fengið endanlega niðurstöðu í máli sínu á stjórnsýslustigi innan 12 mánaða frá því að umsókn var lögð fram. Þegar um börn er að ræða er miðað við að endanleg niðurstaða hafi ekki fengist innan 10 mánaða. Ákvæði þessa efnis byggja meðal annars á því að ómannúðlegt þykir að láta umsækjendur bíða til langs tíma eftir niðurstöðu og ljóst er að það á sérstaklega við um börn. Með frumvarpinu er nú lagt til að þessi ákvæði verði felld úr lögunum. Við bendum á að núgildandi ákvæði voru ekki sett af tilefnislausu. Tafir á málsmeðferð hafa oft valdið því að þegar komið hefur til synjunar og brottflutnings barna úr landi hafi þau myndað sterk tengsl við nærsamfélag sitt, lært tungumálið og jafnvel ekki átt minningar um annað en að búa hér á landi. Við minnum á skyldu löggjafans og stjórnvalda til að hafa það sem börnum er fyrir bestu í forgangi og hvetur til þess að ekki verði horfið frá ákvæðum í lögum um útlendinga sem hafa þann tilgang að tryggja mannúðlega meðferð á umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Eva Bjarnadóttir, teymisstjóri hjá UNICEF á Íslandi og Sigurður Árnason, lögfræðingur hjá ÖBÍ- réttindasamtök fyrir hönd: Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Heimili og skóli, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samfés, UNICEF á Íslandi, Þroskahjálp og ÖBÍ réttindasamtök.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun