Innlent

Segir Kol­bein hafa veitt liðsinni eftir fremsta megni

Jón Þór Stefánsson skrifar
Elimar Hauksson er verjandi Kolbeins Sigþórssonar fyrrverandi landsliðsmanns í fótbolta.
Elimar Hauksson er verjandi Kolbeins Sigþórssonar fyrrverandi landsliðsmanns í fótbolta. Vísir/Vilhelm

Elimar Hauksson, verjandi Kolbeins Sigþórssonar, segir að umbjóðandi hans hafi verið hjálpsamur og veitt lögreglu liðsinni við rannsókn á máli hans.

Kolbeinn var sýknaður af fjölskipuðum héraðsdómi í dag þar sem sálfræðingur var á meðal meðdómenda. Hann var ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barnungri stúlku.

„Umbjóðandi minn hefur neitað sök alveg frá upphafi málsins. Hann hefur gefið framburð hjá lögreglu, það hefur ekkert strandað á honum í því. Hann hefur veitt liðsinni eftir sínu fremsta megni, og nú er niðurstaðan bara sýkna,“ sagði Elimar við fréttastofu eftir dómsuppsögu í Héraðsdómi Reykjaness.

Það er nú í höndum Ríkissaskóknara að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hann hefur fjórar vikur til að ákveða hvort hann geri það eða ekki.

„Ég var að fá dóminn í hendur núna þannig ég á eftir að kynna mér forsendurnar. En nei, ég myndi ekki gera ráð fyrir því að ríkissaksóknari áfrýi þessu máli,“ segir Elimar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×