Skoðun

Verndun hvala á al­þjóð­legum degi hafsins

Micah Garen skrifar

Á þessu ári hefur okkur miðað heilmikið áfram í skilningi og virðingu okkar á hvölum. Höfðingi Maóra lýsti því yfir að hvalir hafi sömu réttindi og mannfólk. Maórar vinna ásamt Sameinuðu þjóðunum við að reyna að veita hvölum mannréttindi alls staðar í heiminum. Einnig komust vísindamenn hjá bæði MIT og CETI verkefninu nýlega að því að búrhvalir eiga samskipti með háþróuðu tungumáli sem inniheldur tegund af stafrófi, líkt því hjá mannfólki.

Á sama tíma og stigin eru þessi stórkostlegu skref fram á við á skilningi okkar og virðingu á hvölum hafa einnig verið stigin jafnmörg ef ekki fleiri skref aftur á bak.

Japanir lýstu yfir að þeir muni bæta langreyðum, tegund sem er í útrýmingarhættu, á veiðilistann sinn í sumar eftir að hafa sjósett nýsmíðað hvalveiðimóðurskip. Í Japan eru nú þegar veiddar viðkvæmar tegundir sem eru í útrýmingarhættu, eins og sandreyður og Bryde-hvalir.

Enn eitt fórnarlamb varð skipi að bráð, sandreyður í útrýmingarhættu var dregin inn í Brooklyn-höfn framan á skemmtiferðaskipi. Þetta minnir okkur á að hættan á árekstrum við skip ásamt olíu- og plastmengun, djúpsjávarnámagreftri og hljóðmengun verður æ alvarlegri. Og auðvitað, verst af öllu, loftslagsbreytingar og meðfylgjandi hækkun sjávarhita.

Tuttugu prósent af heildarfjölda hnúfubaka í Norður-Kyrrahafi hafa drepist síðasta áratuginn vegna hlýnunar sjávar. Mikill meirihluti vísindamanna Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) segir að markmiðið að halda hitastigi undir 1,5 gráðum sé útilokað og við munum líklega sjá hækkun upp á 2,5 gráður eða meira. „Vonlaus, niðurbrotin, skelfingu lostin, áhyggjufull“ eru þau orð sem notuð voru til að lýsa horfum þeirra um framtíðina.

Í könnun frá 2023 sem gerð var á hvölum undan ströndum Evrópu kom í ljós að langreyðum hefur fækkað um meira en 50% frá fyrri könnun. Vísindamenn geta ekki útskýrt þessa fækkun vegna skorts á rannsóknum.

Samt er enn til umræðu á Íslandi að veita leyfi til veiða á langreyðum í útrýmingarhættu.

Þann 8. júní er Alþjóðlegur dagur hafsins haldinn hátíðlegur um allan heim. Að kvöldi 7. júní verður samkoma á Whales of Iceland safninu til að vekja athygli á málefnum hafsins sem snerta Ísland. Margt verður rætt, allt frá verndun hvala til banns á laxeldi og djúpsjávarnámagreftri. Einstaklingarnir sem koma að verkefni Maóra um mannréttindi hvala og CETI verkefninu sem snýr að því að skilja samskipti búrhvala munu halda erindi á staðnum.

Við verðum að varðveita og vernda hafið okkar og það ætti að byrja á því einfaldasta sem við getum gert - ekki halda áfram hvalveiðum.

Náttúrufræðingurinn mikli, David Attenborough, sem fæddist á tímum þegar algert bann var við hvalveiðum á Íslandi, varð 98 ára á þessu ári. Þetta sagði hann um hvali: „Það er ekki eingöngu framtíð hvalsins sem í dag liggur í okkar höndum. Það er tilvist náttúrunnar alls staðar á plánetunni okkar. Við getum nú annað hvort eyðilagt eða varðveitt hana.“

Hafstraumar verða á Whales of Iceland safninu föstudaginn 7. júní frá kl. 18:00-22:00. Samstarfsaðilar eru Whales of Iceland, Last Whaling Station, Sustainable Ocean Alliance, Ungir Umhverfissinnar, Íslenski náttúruverndarsjóðurinn, Félagasamtökin VÁ, Hvalavinir, Ocean Missions, Landvernd og NASF.

Höfundur er heimildarmyndagerðarmaður og baráttumaður fyrir hvalunum.


Protecting whales on World Oceans Day

This year there have been great advances in our understanding and appreciation of whales. The Moari king declared that whales have the same rights as humans and they are working with the UN to try to confer whale personhood around the world. And recently researchers from MIT and Project CETI found that sperm whales communicate with a sophisticated language involving a type of alphabet similar to humans.

While these are extraordinary steps forward in our understanding and appreciation of whales, at the same time there has been an equal if not greater movement backwards.

Japan declared that it will add endangered fin whales to its hunting list this summer after launching a newly built whaling mother ship. Japan already includes the endangered and vulnerable species of Sei and Byrde's whales.

And another ship strike victim, an endangered sei whale, was dragged into Brooklyn harbor on the bow of a cruise ship, a reminder that the threats from ship strikes, oil and plastic pollution, deep sea mining, sonic pollution, are only getting more dire. And of course, the worst of all, climate change causing rising ocean temperatures.

Twenty percent of the humpback whale population of the North Pacific died over the last decade due to ocean warming. A vast majority of IPCC scientists say the goal of keeping temperature below 1.5 degrees is out of reach, and they we will likely see 2.5 degrees or more. "Hopeless, broken, terrified, worried" is how they described their thoughts on the future.

In a 2023 survey of cetaceans off the coast of Europe, fin whale numbers had declined more than 50% since the pervious survey. Scientists can't explain the drop in numbers because there is so little research.

And yet there is still an active discussion about giving a license to hunt endangered fin whales in Iceland.

On June 8th, World Oceans Day is celebrated around on the world. On the evening of June 7th there will be a gathering at the Whales of Iceland to bring attention to the ocean issues that impact Iceland. A lot will be discussed, from protecting whales, to ending salmon farming, to banning deep sea mining. The individuals heading up both the Maori whale personhood initiative, and the effort to understand sperm whale communication will be speaking at the event.

We need to preserve and protect our oceans, and that should start with the simplest thing that can we can do - don't continue to hunt whales.

The great naturalist, David Attenborough, who was born during a time when there was a total ban on whaling in Iceland, turned 98 this year. He said about whales, "It's not just the future of the whale that today lies in our hands. It's the survival of the natural world in all parts of the living planet. We can now destroy or we can cherish."

Hafstraumar (Ocean Currents) will be taking place at the Whales of Iceland on Friday, June 7 from 18h-22h feature talks, art and music including Axel Flóvent, GDRN, Gyða, and is co-hosted by Whales of Iceland, Last Whaling Station, Sustainable Ocean Alliance, Ungir Umhverfissinnar, Icelandic Wildlife Fund, VÁ félag, Hvalavinir, Ocean Missions, Landvernd, NASF.

Micah Garen is a filmmaker, writer and active in the effort to protect whales




Skoðun

Sjá meira


×