Fótbolti

Mbappé til­kynnir í kvöld hvar hann mun spila á næsta tíma­bili

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kylian Mbappe uppljóstraði illa geymt leyndarmál eftir tímabil þegar hann sagði frá því að hann myndi ekki framlengja samninginn við PSG.
Kylian Mbappe uppljóstraði illa geymt leyndarmál eftir tímabil þegar hann sagði frá því að hann myndi ekki framlengja samninginn við PSG. Franco Arland/Getty Images)

Kylian Mbappé mun í kvöld loks greina frá því hvar kröftum hans verður varið á næsta tímabili. Real Madrid er enn sem áður langlíklegasti áfangastaðurinn. 

Mbappé kom til móts við franska landsliðið í dag í æfingabúðum fyrir EM í Þýskalandi. Þar hitti hann Frakklandsforsetann Emmanuel Macron sem spurði hvort tilkynningin kæmi í dag (fr. „c'est aujourd'hui que c'est annoncé?“). 

Mbappé svaraði um hæl og sagði honum að tilkynningin bærist í kvöld (fr. ce soir). 

Mbappé endaði tímabilið hjá PSG sem tvöfaldur meistari í deild og bikar, en náði ekki að uppfylla sína stærstu drauma um Meistaradeildartitil. Real Madrid stóð uppi sem sigurvegari keppninnar og er  væntanlegur áfangastaður kappans. 


Tengdar fréttir

Mbappe búinn að skrifa undir hjá Real Madrid

Verst geymda leyndarmál fótboltans er nú endanlega komið fram í dagsljósið. Kylian Mbappe hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Real Madrid. Evrópskir fjölmiðlar segja frá þessu.

Forseti Frakklands setur pressu á Real Madrid

Kylian Mbappé er enn leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain en engu að síður hefur spænska félagið Real Madrid fengið ákall frá Emmanuel Macron, forseta Frakklands vegna franska landsliðsframherjans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×