Innlent

Á­varpaði stuðnings­menn af svölunum

Árni Sæberg skrifar
Fjölskyldan sem flytur á Bessastaði í ágúst. Börn Höllu og Björns eru Auður Ína og Tómas Bjartur. 
Fjölskyldan sem flytur á Bessastaði í ágúst. Börn Höllu og Björns eru Auður Ína og Tómas Bjartur.  Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, mun ávarpa stuðningsmenn sína af svölum heimilis hennar í miðbæ Reykjavíkur klukkan 16. 

Löng hefð hefur myndast fyrir því að nýkjörinn forseti flytji ávarp af svölum heimilis síns daginn eftir kjördag. Halla Tómasdóttir býr svo vel að eiga svalir og því verður engin breyting þar á.

Hún mun ávarpa stuðningsmenn sína klukkan 16 og sýnt verður beint frá ávarpinu í spilaranum hér að neðan:

Uppfært: Útsendingunni er lokið en ávarpið má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×