Innlent

Kosningarnar gerðar upp

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þau Auður Jónsdóttir, Birgir Hermannsson og Björn Ingi Hrafnsson skiptast á skoðunum um úrslitin í forsetakosningunum á Sprengisandi í dag. Þá gæti verið von á að nýkjörinn forseti láti sjá sig.

Hilmar Þór Hilmarsson fjallar um alþjóðamál, Gaza og tillögur Ísraels um vopnahlé annars vegar, hins vegar landvinninga Rússa í Úkraínu og breytingar á afstöðu Nató-ríkjanna til stríðsins þar.

Hrönn Egilsdóttir sviðsstjóri hjá Hafró fjallar um nýja alþjóðlega skýrslu um ástand hafsins sem dregur saman þekkingu víðsvegar að og sýnir fram á afleiðingar loftslagsvandans á lífríki hafsins sem sjást æ greinilegar og valda miklum áhyggjum.

Sprengisand má heyra á Bylgjunni og í spilaranum hér að neðan, milli klukkan 10 og 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×