Innlent

„Ég held að þetta verði mjög spennandi“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Katrín skilar atkvæði sínu í kjörkassann í Hagaskóla.
Katrín skilar atkvæði sínu í kjörkassann í Hagaskóla. vísir/Anton Brink

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, mætti í Hagaskóla í morgun til þess kjósa nýjan forseta. Hún býst við spennandi kosninganótt.

Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og Katrín mætti í Hagaskóla skömmu síðar. Í viðtali við fréttastofu kveðst hún ánægð með sína kosningabaráttu, sem hún segir ólíka öðrum baráttum sem hún hafi staðið í. 

„Hún er auðvitað miklu persónulegri, en það er líka gaman að maður geti verið að leggja áherslu á jákvæðni og uppbyggingu fyrir Ísland til framíðar. Ég er að hitta miklu breiðari hóp af fólki og þess vegna verð ég að segja að þetta hefur verið alveg einstök lífsreynsla,“ segir Katrín.

Hún er bjartsýn og býst við spennandi kosningum.

„Það hefur nú verið mín tilfinning allan tímann, því það hafa verið miklar sviptingar í fylgi því við höfum séð sviptingar í fylgi og miklar breytingar og ólíkar kannanir, þannig þetta verður spennandi kosninganótt.“

Katrín segist ekki ná að heimsækja öll kosningakaffi en er spennt fyrir kosningavöku hennar á Grand hóteli. 

„Maður verður örugglega orðinn töluvert spenntur þegar líður á nóttina.“

Öll nýjustu tíðindi frá kjördegi má finna í vaktinni á Vísi:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×