„Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 31. maí 2024 20:21 Sendill heimsendingarþjónustunnar Wolt að störfum í Reykjavík í dag. Vísir/Stöð 2 Lögregla rannsakar nú mál um tuttugu útlendinga sem fóru með sendingar fyrir fyrirtækið Wolt án þess að vera með atvinnuleyfi á Íslandi. Sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð fyrirtækisins mikla í málinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu daga haft afskipti af útlendingum sem hafa verið við störf hér á landi án þess að vera með atvinnuréttindi. Um er að ræða um tuttugu manns sem hafa verið að sendast með vörur fyrir heimsendingarfyrirtækið Wolt. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að okkar að fólkið eigi yfir höfði sér kæru. Þá sé ábyrgð atvinnurekenda í málinu líka töluverð. Wolt er með starfsemi í tuttugu og sjö löndum í Evrópu og Asíu en eigandinn er fyrirtækið DoorDash's í Bandaríkjunum. Um þrjú hundruð og fimmtíu sendlar eru með samning við fyrirtækið á Íslandi. Christian Kamhaug, yfirmaður samskiptamála hjá Wolt, bendir á að sendlarnir séu ekki starfsmenn fyrirtækisins heldur verktakar. „Þeir eru sjálfstæðir verktakar. Þeir fá greitt fyrir hverja sendingu og við greiðum þeim ekki mánaðarlaun.“ Hann segir það fara eftir ýmsu hversu mikið sendlarnir fái greitt en meðaltalið sé 1.720 krónur fyrir hverja sendingu. „Þeir fara á netið og taka sendinguna. Í raun ákveða þeir sjálfir hve mikla peninga þeir vilja þéna.“ Margir sem hafa fengið sendar vörur með Wolt hafa tekið eftir því að stundum er sendingarkostnaður ekki hár og eru dæmi um að hann sé aðeins nokkur hundruð krónur. Christian segir að hafa þurfi í huga að fyrirtækin sem pantað er frá beri líka kostnað. Hann getur þó ekki sagt hversu hversu mikið þau greiða. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hluti þeirra sem lögregla hafði afskipti af að fara með sendingar sem skráðar voru á aðra sendla. Þannig hafi að minnst kosti tveir einstaklingar sem mega starfa á íslenskum vinnumarkaði skráð sig hjá Wolt en látið aðra sem ekki hafa atvinnuleyfi fara með þær. „Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður en við höfum séð þetta í öðrum löndum. Annar er íslenskur ríkisborgari en hinn er erlendur borgari og með alla tilskilda pappíra í lagi. Við skoðum alla sem sækja um starf og skoðum hvort þeir hafi leyfi til að starfa á Íslandi. Við viljum ekki að þeir sendlar sem starfa fyrir okkur séu ekki með tilskilin leyfi.“ Þá segir hann að undanfarið hafi sérstakt kerfi verið í þróun til að reyna að koma í veg fyrir svona mál. Á mánudaginn verði til að mynda byrjað að skanna andlit sendla í gegnum síma til að reyna að tryggja að rétt fólk fari með sendinguna. Þá segir hann stjórnendur Wolt ekkert hafa heyrt í lögreglunni vegna málsins en fyrirtækið sé viljugt að aðstoða við rannsóknina. Verktakamódel sem lítil yfirsýn fylgi Saga Kjartansdóttir sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssvið Alþýðusambandi Íslands segir málið áhyggjuefni. „Eftir því sem manni heyrst þá eru þetta hugsanlega umsækjendur um alþjóðlega vernd eða fólk í svipaðri stöðu og þar af leiðandi fólk sem að getur ekki auðveldlega unnið löglega og er bara að reyna að bjarga sér og reyna að vinna sér inn einhvern smá pening. Þannig mér finnst alveg ótækt að þeim sé refsað fyrir þetta.“ Saga Kjartansdóttir sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð Wolt mikla í málinuVísir/Ívar Fannar Þá sé ábyrgð Wolt mikil. „Okkar afstaða er sú fyrirtækið Wolt ber bara mikla ábyrgð á sinni starfsemi og hverjir eru að sinna henni og þetta líka leiðir kannski hugann að þessu verktakamódeli þar sem að fyrirtækið virðist hafa mjög litla yfirsýn yfir starfsemina og hver er raunverulega að sinna starfinu.“ Þá þurfi þeir sem nota þjónustu sem þessa líka að vera vakandi. „Ef að verðið er grunnsamlega lágt þá ætti það að kveikja einhverjar viðvörunarbjöllur.“ Vinnumarkaður Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur síðustu daga haft afskipti af útlendingum sem hafa verið við störf hér á landi án þess að vera með atvinnuréttindi. Um er að ræða um tuttugu manns sem hafa verið að sendast með vörur fyrir heimsendingarfyrirtækið Wolt. Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að okkar að fólkið eigi yfir höfði sér kæru. Þá sé ábyrgð atvinnurekenda í málinu líka töluverð. Wolt er með starfsemi í tuttugu og sjö löndum í Evrópu og Asíu en eigandinn er fyrirtækið DoorDash's í Bandaríkjunum. Um þrjú hundruð og fimmtíu sendlar eru með samning við fyrirtækið á Íslandi. Christian Kamhaug, yfirmaður samskiptamála hjá Wolt, bendir á að sendlarnir séu ekki starfsmenn fyrirtækisins heldur verktakar. „Þeir eru sjálfstæðir verktakar. Þeir fá greitt fyrir hverja sendingu og við greiðum þeim ekki mánaðarlaun.“ Hann segir það fara eftir ýmsu hversu mikið sendlarnir fái greitt en meðaltalið sé 1.720 krónur fyrir hverja sendingu. „Þeir fara á netið og taka sendinguna. Í raun ákveða þeir sjálfir hve mikla peninga þeir vilja þéna.“ Margir sem hafa fengið sendar vörur með Wolt hafa tekið eftir því að stundum er sendingarkostnaður ekki hár og eru dæmi um að hann sé aðeins nokkur hundruð krónur. Christian segir að hafa þurfi í huga að fyrirtækin sem pantað er frá beri líka kostnað. Hann getur þó ekki sagt hversu hversu mikið þau greiða. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hluti þeirra sem lögregla hafði afskipti af að fara með sendingar sem skráðar voru á aðra sendla. Þannig hafi að minnst kosti tveir einstaklingar sem mega starfa á íslenskum vinnumarkaði skráð sig hjá Wolt en látið aðra sem ekki hafa atvinnuleyfi fara með þær. „Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður en við höfum séð þetta í öðrum löndum. Annar er íslenskur ríkisborgari en hinn er erlendur borgari og með alla tilskilda pappíra í lagi. Við skoðum alla sem sækja um starf og skoðum hvort þeir hafi leyfi til að starfa á Íslandi. Við viljum ekki að þeir sendlar sem starfa fyrir okkur séu ekki með tilskilin leyfi.“ Þá segir hann að undanfarið hafi sérstakt kerfi verið í þróun til að reyna að koma í veg fyrir svona mál. Á mánudaginn verði til að mynda byrjað að skanna andlit sendla í gegnum síma til að reyna að tryggja að rétt fólk fari með sendinguna. Þá segir hann stjórnendur Wolt ekkert hafa heyrt í lögreglunni vegna málsins en fyrirtækið sé viljugt að aðstoða við rannsóknina. Verktakamódel sem lítil yfirsýn fylgi Saga Kjartansdóttir sérfræðingur á lögfræði- og vinnumarkaðssvið Alþýðusambandi Íslands segir málið áhyggjuefni. „Eftir því sem manni heyrst þá eru þetta hugsanlega umsækjendur um alþjóðlega vernd eða fólk í svipaðri stöðu og þar af leiðandi fólk sem að getur ekki auðveldlega unnið löglega og er bara að reyna að bjarga sér og reyna að vinna sér inn einhvern smá pening. Þannig mér finnst alveg ótækt að þeim sé refsað fyrir þetta.“ Saga Kjartansdóttir sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð Wolt mikla í málinuVísir/Ívar Fannar Þá sé ábyrgð Wolt mikil. „Okkar afstaða er sú fyrirtækið Wolt ber bara mikla ábyrgð á sinni starfsemi og hverjir eru að sinna henni og þetta líka leiðir kannski hugann að þessu verktakamódeli þar sem að fyrirtækið virðist hafa mjög litla yfirsýn yfir starfsemina og hver er raunverulega að sinna starfinu.“ Þá þurfi þeir sem nota þjónustu sem þessa líka að vera vakandi. „Ef að verðið er grunnsamlega lágt þá ætti það að kveikja einhverjar viðvörunarbjöllur.“
Vinnumarkaður Veitingastaðir Lögreglumál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira