Íslenski boltinn

Leikdagurinn: Væri lík­lega kokkur ef frændurnir hefðu ekki látið hana standa í marki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fanney Inga Birkisdóttir hefur varið mark Íslands í síðustu leikjum. Hefði ferillinn ekki farið svo vel væri hún líklega kokkur í dag.
Fanney Inga Birkisdóttir hefur varið mark Íslands í síðustu leikjum. Hefði ferillinn ekki farið svo vel væri hún líklega kokkur í dag. Vísir/Getty

Leikdagurinn er nýr þáttur sem er framleiddur af Recmedia fyrir Bestu deildina. Í þættinum fáum við að skyggnast bakvið tjöldin og sjá hvernig dagur í lífi leikmanna í Bestu deildinni lítur út á leikdegi.

Í fyrsta þættinum fáum við að sjá Fanneyju Ingu Birkisdóttir markmann Vals undirbúa sig fyrir leik Breiðabliks og Vals sem fór fram fyrir viku. 

Dagurinn var kannski ekki alveg eins og hefðbundinn leikdagur þar sem Fanney var að fara að útskrifast úr Versló daginn eftir leik og í þættinum fáum við að fylgjast með henni bæði undirbúa sig fyrir leikinn og útskriftina. 

Fanney verður í eldlínunni í kvöld með íslenska landsliðinu sem mætir Austuríki í undankeppni Evrópumótsins og því ágætis upphitun fyrir leikinn í kvöld að fylgjast með henni undirbúa sig fyrir leik í Bestu deildinni. 

Þar segir hún meðal annars söguna sem leiddi til þess að hún endaði sem markvörður en þar höfðu frændur hennar mikil áhrif. Svo segir Fanney frá því að ef hún hefði ekki endað sem knattspyrnukona væri hún líklega kokkur í dag. 

Sjón er sögu ríkari en þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Leikdagurinn: Fanney Inga Birkisdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×