Ólíklegt að Trump fari í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2024 09:58 Donald Trump í dómsal í New York. AP/Dave Sanders Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var í gær sakfelldur fyrir skjalafals til að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar 2016, með því markmiði að afvegaleiða kjósendur. Ólíklegt þykir að Trump verði dæmdur í fangelsi, þó það sé möguleiki, en lögmaður hans segir að forsetinn fyrrverandi ætli að áfrýja sakfellingunni. Þá reikna sérfræðingar með því að sakfellingin muni hafa lítil áhrif á forsetakosningarnar í nóvember, þó Trump sé fyrsti forseti Bandaríkjanna sem sakfelldur er í sakamáli. Hvort áhrifin verða einhver og hver þau verða mun koma í ljós í skoðanakönnunum sem framkvæmdar verða á næstu vikum. Dómsuppkvaðning á að fara fram þann 11. júlí en fyrir það mun Trump þurfa að fara í viðtal þar sem farið verður yfir sögu hans, geðheilsu og forsendur þessa máls og verða gögn úr því viðtali notuð við að ákvarða refsingu Trumps. Trump var sakfelldur í 34 ákæruliðum. Þessir ákæruliðir eru allir í minnst alvarlega flokki New York ríkis og stendur Trump frammi fyrir sextán mánaða til fjögurra ára fangelsi. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að hann fari bak við lás og slá, þar sem hann er 77 ára gamall og þetta er í fyrsta sinn sem hann er sakfelldur fyrir glæp, samkvæmt frétt Washington Post. Juan Merchan, dómari, gæti dæmt Trump á skilorð en það fæli í sér að forsetinn þyrfti leyfi frá yfirvöldum New York til að yfirgefa ríkið. Trump býr nú í Flórída og stendur í kosningabaráttu og er þess vegna ólíklegur til að vilja verja miklum tíma í New York. Merchan gæti einnig sektað Trump eða sleppt honum, með því skilyrði að hann brjóti ekki aftur af sér. Trump stendur enn frammi fyrir þremur ákærum en þessi í New York var talin sú minnst alvarlegasta af þeim. Ólíklegt er að hin málin þrjú rati í dómsal fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Forsetinn og verjendur hans hafa lagt mikið kapp á að tefja öll málin í þeirri von að hann vinni forsetakosningarnar. Þá mun hann eiga auðvelt með að beita valdi embættisins til að stöðva málaferlin eða jafnvel náða sjálfan sig. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og bíður refsingar. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar. Verði Trump dæmdur í fangelsi er ljóst að við það sköpuðust fordæmalausar aðstæður. Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna þarf samkvæmt lögum að verja fyrrverandi forseta allan tíma sólarhringsins og felur það í sér að þeir þyrftu að fylgja Trump og vernda hann í fangelsi. Samkvæmt frétt New York Times höfðu forsvarsmenn lífvarðasveitanna undirbúið þann mögulega þegar Merchan hótaði að fangelsa Trump í apríl vegna ummæla hans um vitni og kviðdómendur í málinu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. 30. maí 2024 21:09 Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25 Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. 29. maí 2024 11:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Þá reikna sérfræðingar með því að sakfellingin muni hafa lítil áhrif á forsetakosningarnar í nóvember, þó Trump sé fyrsti forseti Bandaríkjanna sem sakfelldur er í sakamáli. Hvort áhrifin verða einhver og hver þau verða mun koma í ljós í skoðanakönnunum sem framkvæmdar verða á næstu vikum. Dómsuppkvaðning á að fara fram þann 11. júlí en fyrir það mun Trump þurfa að fara í viðtal þar sem farið verður yfir sögu hans, geðheilsu og forsendur þessa máls og verða gögn úr því viðtali notuð við að ákvarða refsingu Trumps. Trump var sakfelldur í 34 ákæruliðum. Þessir ákæruliðir eru allir í minnst alvarlega flokki New York ríkis og stendur Trump frammi fyrir sextán mánaða til fjögurra ára fangelsi. Sérfræðingar segja þó ólíklegt að hann fari bak við lás og slá, þar sem hann er 77 ára gamall og þetta er í fyrsta sinn sem hann er sakfelldur fyrir glæp, samkvæmt frétt Washington Post. Juan Merchan, dómari, gæti dæmt Trump á skilorð en það fæli í sér að forsetinn þyrfti leyfi frá yfirvöldum New York til að yfirgefa ríkið. Trump býr nú í Flórída og stendur í kosningabaráttu og er þess vegna ólíklegur til að vilja verja miklum tíma í New York. Merchan gæti einnig sektað Trump eða sleppt honum, með því skilyrði að hann brjóti ekki aftur af sér. Trump stendur enn frammi fyrir þremur ákærum en þessi í New York var talin sú minnst alvarlegasta af þeim. Ólíklegt er að hin málin þrjú rati í dómsal fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Forsetinn og verjendur hans hafa lagt mikið kapp á að tefja öll málin í þeirri von að hann vinni forsetakosningarnar. Þá mun hann eiga auðvelt með að beita valdi embættisins til að stöðva málaferlin eða jafnvel náða sjálfan sig. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og bíður refsingar. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar. Verði Trump dæmdur í fangelsi er ljóst að við það sköpuðust fordæmalausar aðstæður. Lífvarðasveit forseta Bandaríkjanna þarf samkvæmt lögum að verja fyrrverandi forseta allan tíma sólarhringsins og felur það í sér að þeir þyrftu að fylgja Trump og vernda hann í fangelsi. Samkvæmt frétt New York Times höfðu forsvarsmenn lífvarðasveitanna undirbúið þann mögulega þegar Merchan hótaði að fangelsa Trump í apríl vegna ummæla hans um vitni og kviðdómendur í málinu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Hann var sakfelldur í öllum ákæruliðum og bíður refsingar. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en ólíklegt er að þau hefjist fyrir kosningarnar, þar sem hæstiréttur Georgíu hefur áfrýjun sem tengist réttarhöldunum til skoðunar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. 30. maí 2024 21:09 Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25 Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. 29. maí 2024 11:26 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. 30. maí 2024 21:09
Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25
Kviðdómendur leggjast undir feld í dag Kviðdómendur í þagnargreiðslumál Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York munu leggjast undir feld í dag. Í kjölfarið munu þeir komast að niðurstöðu í fyrsta sakamáli Bandaríkjanna gegn fyrrverandi forseta. 29. maí 2024 11:26