Íslenski boltinn

Sjáðu Víkinga ná stigi í upp­bóta­tíma og Vals­menn leika sér að Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn fagna marki Patrick Pedersen í gær. Valsliðið sýndi styrk sinn með 5-1 sigri á Stjörnunni.
Valsmenn fagna marki Patrick Pedersen í gær. Valsliðið sýndi styrk sinn með 5-1 sigri á Stjörnunni. Visir/Diego

Valsmenn minnkuðu forskot Blika í öðru sætinu en Blikum tókst ekki að minnka forskot Víkinga á toppnum þegar tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Nú má sjá mörkin úr leikjunum á Vísi.

Þarna voru fjögur efstu liðin að mætast innbyrðis en leikjum þessum var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppninni seinna í sumar. Leikirnir tilheyra fjórtándu umferð en níunda umferð hefst síðan í kvöld.

Valsmenn voru í miklu stuði og unnu 5-1 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu Jónatan Ingi Jónsson, Patrick Pedersen og Gísli Laxdal Unnarsson. Örvar Eggertsson skoraði mark Stjörnunnar.

Klippa: Mörkin úr leik Vals og Stjörnunnar

Breiðablik og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í leik tveggja efstu liðanna. Blikar hefðu náð Víkingum að stigum með sigri og Jason Daði Svanþórsson kom þeim í 1-0. Gísli Gottskálk Þórðarson tryggði Víkingum stigið og áframhaldandi þriggja stiga forskoti á toppnum með jöfnunarmarki í uppbótatíma.

Mörkin úr báðum leikjum eru aðgengileg hér fyrir ofan og neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Víkings



Fleiri fréttir

Sjá meira


×