Innlent

Leitin ekki borið árangur í nótt

Lovísa Arnardóttir skrifar
Björgunarsveitarfólk fer norður til að aðstoða við leit. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarfólk fer norður til að aðstoða við leit. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum.

Samkvæmt tilkynningu verður áfram leitað í dag og hefur verið óskað liðsinnis björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu.

„Aðstæður á vettvangi eru erfiðar, áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið,“ segir í tilkynningu lögreglu og að frekari upplýsingar um leit verði veittar þegar líður á daginn.Frekari upplýsingar verða veittar þegar líður á daginn.


Tengdar fréttir

Leitin hefur enn ekki borið árangur

Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið.

Leita enn mannsins sem er um tvítugt

Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×