Nokkrar staðreyndir um Ísland, Katrínu og Gaza Álfheiður Ingadóttir skrifar 31. maí 2024 11:32 Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið með Katrínu Jakobsdóttur í 21 ár og alla tíð dáðst að kjarki hennar og áræðni sem er mun meiri en hjá flestum stjórnmálamönnum. Að sama skapi hef ég undrast alla þá neikvæðni og níð sem heyrist um þessa mætu konu í tilefni forsetakosninganna. Flest er aðeins til þess fallið að hella úr eyrunum og er alls ekki svara vert. Þó er ástæða til að rifja upp nokkrar staðreyndir vegna áróðursins um Palestínu og Gaza. Ein ástæða þess að ég treysti Katrínu best fyrir embætti forseta Íslands er nefnilega að hún hefur sem almennur borgari, formaður VG, þingmaður, menntamálaráðherra og forsætisráðherra ávallt talað fyrir friði, beitt sér af alefli fyrir málstað Palestínumanna, haldið fram tveggja ríkja lausn sem leið til friðar, fundað með ráðamönnum Palestínu og þetta síðasta hálfa hörmungarár margoft krafist tafarlauss vopnahlés og óhindraðs flutnings hjálpargagna til stríðshrjáðra og innilokaðra íbúa á Gaza. Hún hefur opinberlega sem forsætisráðherra Íslands fordæmt harðlega árásir Ísraelshers á saklausa íbúa Gaza og krafist þess að alþjóðalög verði virt. Og ef menn rengja þetta þá er einfalt að fletta upp á netinu og á Alþingisvefnum sem mun staðfesta þetta allt og meira til: Staðreyndirnar í málinu 1. Katrín Jakobsdóttir beitti sér sem ráðherra menntamála og varaformaður annars tveggja stjórnarflokka þegar Ísland, fyrst ríkja Vestur-Evrópu, viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki 2011. 2. Katrín var forsætisráðherra þegar framlag Íslands til Palestínsku flóttamannahjálparinnar UNRWA, var tvöfaldað á síðasta ári, framlag sem síðan var greitt í apríl sl eins og alltaf stóð til. Það er óskiljanlegt að gagnrýnendur minnist aldrei á þetta. 3. Katrín var forsætisráðherra þegar Ísland um miðjan október sl, eitt Norðurlandanna, setti í forgang víðtæka fjölskyldusameiningu Palestínumanna sem búsettir eru hér á landi sem leiddi til þess að 160 slík leyfi voru veitt. 4. Katrín var forsætisráðherra þegar Alþingi gekk í byrjun nóvember sl einróma þvert gegn umdeildri hjásetu Íslands á þingi SÞ og krafðist vopnahlés á Gaza. En eins og fram hefur komið var hjásetan án samráðs eða vitneskju Katrínar. Af einhverjum ástæðum hefur enginn viljað ræða síðari atkvæðagreiðslur þar sem Ísland hefur verið í hópi þeirra sem lengst hafa gengið og reynt að ná samstöðu með Norðurlöndum þar um. Hafa skal það... Embætti forseta snýst sannarlega um svo margt annað en utanríkispólitík og þar er einnig af nógu að taka þegar mannkostir og reynsla Katrínar Jakobsdóttur er vegin og metin. Hins vegar tel ég ástæðu til að draga hér fram nokkrar staðreyndir þessa mikilvæga máls, vegna þess að rangfærslurnar eru svo margar og margítrekaðar að þær þarfnast einfaldlega leiðréttingar. Göngum svo glöð til kosninga á morgun og veljum okkur góðan forseta. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og ráðherra.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun