Íslenski boltinn

Fram og Grótta jöfn á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fram er ósigrað á toppi Lengjudeildar kvenna.
Fram er ósigrað á toppi Lengjudeildar kvenna. twitter-síða fram

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í dag. Grótta gerði góða ferð í Breiðholtið, HK kom til baka gegn Fram og ÍBV náði í sitt fyrsta stig.

Fram og Grótta eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Fram gerði 1-1 jafntefli við HK. Birna Kristín Einarsdóttir kom Frömmurum yfir á 24. mínútu en Brooklyn Paige Entz tryggði HK-ingum stig með marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu. HK er í 4. sæti deildarinnar með fimm stig.

Grótta vann 0-2 útisigur á ÍR. Mörkin skoruðu Franciele Cristina Soares Cupertino og Hildur Björk Búadóttir. ÍR-ingar eru með þrjú stig í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar.

Þá gerðu Grindavík og ÍBV 1-1 jafntefli í Safamýrinni. Þetta var fyrsta stig Eyjakvenna í sumar en þær eru á botni deildarinnar. Grindvíkingar eru með fjögur stig í 7. sætinu.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×