Er Katrín, Halla T eða Halla Hrund líklegar til þess að eina þjóðina? Reynir Böðvarsson skrifar 30. maí 2024 20:01 Sú furðulega staða er nú uppi að af þeim þremur þremur frambjóðendum sem eru líklegastir samkvæmt skoðanakönnunum að ná kjöri, allt konur sem er náttúrulega sögulegt, þá er sú rótækasta til vinstri með mikin stuðning frá hægrinu og sú lengst til hægri jafnvel með stuðning frá vinstrinu. Allt er einhvernvegin öðruvísi en venjulega og fólk jafnvel mjög áttavillt. Margir virðast meira vilja ekki einhvern sérstakan frekar en að vilja einhvern. Sérstaklega á þetta við um Katrínu Jakobsdóttur þar sem fólk á samfélagsmiðlum virðast hatast svo við hana að allt annað sé betra. Ég furða mig á þassari afstöðu og vil benda fólki á að það sé ekki nóg að skoða sögu Katrínar, það þurfi þá líka að skoða sögu annara framjóðenda sem þau eru kanski í þann veg að kjósa. „Það er því nauðsynlegt að tala um fortíð frambjóðenda, þar kemur fram hver þau eru en ekki það sem þau vilja vera í þessari kosningabaráttu. Ef einhver þarf að taka afstöðu gegn fyrri athöfnum eða skoðunum þá þarf það að vera mjög vel rökfært til þess að geta talist trúverðugt. Ef það flaug ekki sem dúfa, kvakaði ekki sem dúfa en virðist gera það nú þá er það að öllum líkindum samt sem áður ekki dúfa, kanski haukur.“ Þetta skrifaði ég í kommrnti fyrir einhverjum mínútum síðan og held að margir ættu að hugleiða í jafn ríkum mæli þegar þeir ætla að kjósa gegn einhverjum að skoða vel hver annara frambjóðenda í raun sé sá frambjóðandi sem þeim líkar best. Þrjár ágætar krónur eru nokkurnveigin að jöfnu, líklegastar til þess að bera sigur úr býtum, bara ein gerir það þó. Er einhver þeirra líklegri en önnur til þess að sameina þjóðina? Er eitthvað hjá hverri og einni sem kemur í veg fyrir að geta orðið sameiningartákn þannig að þjóðin fylgi sér að baki? Ég held að þetta séu þær spurningar sem margir velti fyrir sér. Líkur eru á að jafnvel undir 30% atkvæða fylgi kjörnum forseta. Þá er mikilvægt að hin prósentin geti með tímanum sætt sig sæmilega við þann sem varð kjörinn. Katrínu Jakobsdóttur þekkjum við öll, forsætisráðherra okkar í 7 ár. Voru það mögur ár í ljósi þeirra harmfara sem gengu yfir landið, Covid og eldgos við Grindavík? Já að mínu mati vegna þess að Bjarni Benediktssin og Sjálfstæðisflokkurinn fengu að ráð nánast öllu eins og venjan er þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Þó tel ég að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið í veginum fýrir mörgum nýfrjálshyggjusjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og ég tel næst víst að hún hafi verið trygging fyrir því að mögulega er að vænta friðar á íslenskum vinnumarkaði. Katrín er fjölhæfu og sjarmerandi manneskja sem mundi sóma sér á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir er náttúrulega hæf til þess að sinna þessu embætti en það getur enginn komist fram hjá því að hún væri fulltrúi fjármagnseigenda vegna þess einfaldlega að hún er ein af þeim. Hún er stór fjárfestir og hún lifir í allt öðrum heim en flest okkar. Ég efast ekki eitt sugnarblik um að hún er ágætis manneskja en ég efast um hvar hennar tryggð liggur þegar kemur að hugsanlegum og ófyrirsjáanlegum málu. Er hennar tryggð við okkur, venjulegt fólk, eða kæmi hún til með að liggja hjá félögum hennar, fjármagnseigendum? Við, mörg okkar treystum ekki þessu, annars ágæta, fólki fyrir hagsmunum okkar þegar á bjátar. Við viljum einfaldlega ekki peningavaldið á Bessastaði! Halla Hrund Logadóttir er sá frambjóðandi sem kemur úr okkar röðum, úr röðum venjulegs fólks sem hefur eftir atvikum aflað sér menntunar, mikillar eða minni, og vinnur dagana langa til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Halla Hrund kemur úr umhverfi sem við flest þekkjum en hefur með eigin þrautseigju og hæfileikum brjótist á framabraut. Halla Hrund svaraði mörgum spurningum í einhverri kosningaprófi öðruvísi en ég, sumum nokkuð afgerandi öðruvísi, en ég held fast við að hún sé eini frambjóðandinn, af þessum þremur, sem hafi möguleika á að fá þjóðina að baki sér. Hún hefur sjarma Vigdísar, þekkingu Kristjáns og auðmýkt Guðna, hún hefur allt nema fortíð sem þarf að fela eða tala hljótt um. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Reynir Böðvarsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sú furðulega staða er nú uppi að af þeim þremur þremur frambjóðendum sem eru líklegastir samkvæmt skoðanakönnunum að ná kjöri, allt konur sem er náttúrulega sögulegt, þá er sú rótækasta til vinstri með mikin stuðning frá hægrinu og sú lengst til hægri jafnvel með stuðning frá vinstrinu. Allt er einhvernvegin öðruvísi en venjulega og fólk jafnvel mjög áttavillt. Margir virðast meira vilja ekki einhvern sérstakan frekar en að vilja einhvern. Sérstaklega á þetta við um Katrínu Jakobsdóttur þar sem fólk á samfélagsmiðlum virðast hatast svo við hana að allt annað sé betra. Ég furða mig á þassari afstöðu og vil benda fólki á að það sé ekki nóg að skoða sögu Katrínar, það þurfi þá líka að skoða sögu annara framjóðenda sem þau eru kanski í þann veg að kjósa. „Það er því nauðsynlegt að tala um fortíð frambjóðenda, þar kemur fram hver þau eru en ekki það sem þau vilja vera í þessari kosningabaráttu. Ef einhver þarf að taka afstöðu gegn fyrri athöfnum eða skoðunum þá þarf það að vera mjög vel rökfært til þess að geta talist trúverðugt. Ef það flaug ekki sem dúfa, kvakaði ekki sem dúfa en virðist gera það nú þá er það að öllum líkindum samt sem áður ekki dúfa, kanski haukur.“ Þetta skrifaði ég í kommrnti fyrir einhverjum mínútum síðan og held að margir ættu að hugleiða í jafn ríkum mæli þegar þeir ætla að kjósa gegn einhverjum að skoða vel hver annara frambjóðenda í raun sé sá frambjóðandi sem þeim líkar best. Þrjár ágætar krónur eru nokkurnveigin að jöfnu, líklegastar til þess að bera sigur úr býtum, bara ein gerir það þó. Er einhver þeirra líklegri en önnur til þess að sameina þjóðina? Er eitthvað hjá hverri og einni sem kemur í veg fyrir að geta orðið sameiningartákn þannig að þjóðin fylgi sér að baki? Ég held að þetta séu þær spurningar sem margir velti fyrir sér. Líkur eru á að jafnvel undir 30% atkvæða fylgi kjörnum forseta. Þá er mikilvægt að hin prósentin geti með tímanum sætt sig sæmilega við þann sem varð kjörinn. Katrínu Jakobsdóttur þekkjum við öll, forsætisráðherra okkar í 7 ár. Voru það mögur ár í ljósi þeirra harmfara sem gengu yfir landið, Covid og eldgos við Grindavík? Já að mínu mati vegna þess að Bjarni Benediktssin og Sjálfstæðisflokkurinn fengu að ráð nánast öllu eins og venjan er þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Þó tel ég að Katrín Jakobsdóttir hafi staðið í veginum fýrir mörgum nýfrjálshyggjusjónarmiðum Sjálfstæðisflokksins og ég tel næst víst að hún hafi verið trygging fyrir því að mögulega er að vænta friðar á íslenskum vinnumarkaði. Katrín er fjölhæfu og sjarmerandi manneskja sem mundi sóma sér á Bessastöðum. Halla Tómasdóttir er náttúrulega hæf til þess að sinna þessu embætti en það getur enginn komist fram hjá því að hún væri fulltrúi fjármagnseigenda vegna þess einfaldlega að hún er ein af þeim. Hún er stór fjárfestir og hún lifir í allt öðrum heim en flest okkar. Ég efast ekki eitt sugnarblik um að hún er ágætis manneskja en ég efast um hvar hennar tryggð liggur þegar kemur að hugsanlegum og ófyrirsjáanlegum málu. Er hennar tryggð við okkur, venjulegt fólk, eða kæmi hún til með að liggja hjá félögum hennar, fjármagnseigendum? Við, mörg okkar treystum ekki þessu, annars ágæta, fólki fyrir hagsmunum okkar þegar á bjátar. Við viljum einfaldlega ekki peningavaldið á Bessastaði! Halla Hrund Logadóttir er sá frambjóðandi sem kemur úr okkar röðum, úr röðum venjulegs fólks sem hefur eftir atvikum aflað sér menntunar, mikillar eða minni, og vinnur dagana langa til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Halla Hrund kemur úr umhverfi sem við flest þekkjum en hefur með eigin þrautseigju og hæfileikum brjótist á framabraut. Halla Hrund svaraði mörgum spurningum í einhverri kosningaprófi öðruvísi en ég, sumum nokkuð afgerandi öðruvísi, en ég held fast við að hún sé eini frambjóðandinn, af þessum þremur, sem hafi möguleika á að fá þjóðina að baki sér. Hún hefur sjarma Vigdísar, þekkingu Kristjáns og auðmýkt Guðna, hún hefur allt nema fortíð sem þarf að fela eða tala hljótt um. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar