Fréttir af meintri skaðsemi lýsis sagðar æsifréttir Árni Sæberg skrifar 30. maí 2024 13:40 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Sérfræðingar segja fréttir af meintri skaðsemi lýsis byggja á rannsókn sem ekki sé unnt að draga neinar ályktanir af. Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni. Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni.
Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira