Körfubolti

Rússí­bana­reið Vals­manna í Ís­lands­meistara­syrpunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson kom til baka í fyrsta leik úrslitaeinvígsins og hjálpaði Val að verða Íslandsmeistari.
Kári Jónsson kom til baka í fyrsta leik úrslitaeinvígsins og hjálpaði Val að verða Íslandsmeistari. Vísir/Anton Brink

Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í annað skiptið á þremur árum. Valur vann Grindavík í gær í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan troðfullu húsi á Hlíðarenda.

Subway Körfuboltakvöld fjallaði vel um leikinn, bæði fyrir hann og eftir að honum lauk. Í lok umfjöllunar var síðan sýnd Íslandsmeistarasyrpan þar sem farið var yfir dramatískt tímabil Valsmanna.

Fyrir ári síðan missti Valsliðið af Íslandsmeistaratitlinum á grátlegan hátt og leikmenn ætluðu ekki að upplifa slíka sárindi aftur.

Það er samt óhætt að segja að Valsmenn hafi þurft að glíma við mótlæti í vetur og nú síðast þegar fyrirliðinn og lykilmaður Kristófer Acox meiddist eftir aðeins 25 sekúndur í oddaleiknum.

Áður hafði Kári Jónsson misst af nær öllu tímabilinu vegna meiðsla og Bandaríkjamaðurinn Joshua Jefferson slitið krossband.

Lærisveinar Finns Freys Stefánssonar sýndu að þeir hafa hjarta meistarans og seigluðust í gegnum allt mótlætið á samvinnu og þrautseigju. 

Nýjar hetjur stigu fram á frábærum tímapunktum og umfram allt þá fylgdu þeir leikstjórn nú sjöfalds Íslandsmeistaraþjálfara.

Hér fyrir neðan má sjá rússíbanareið Valsmanna í Íslandsmeistarasyrpunni.

Klippa: Íslandsmeistarasyrpan 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×