Körfubolti

„Við erum djöfulsins töffarar og sýndum það í dag“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kári fagnar ásamt Finni Frey Stefánssyni þjálfara.
Kári fagnar ásamt Finni Frey Stefánssyni þjálfara. Vísir/Anton Brink

Kári Jónsson kom inn í lið Vals í úrslitaeinvíginu gegn Grindavík eftir að hafa verið meiddur allt tímabilið. Hann sagði Valsliðið alltaf koma til baka þrátt fyrir mótlæti.

„Þetta er ólýsanlegt, erfiðasta ár lífs míns held ég. Þetta er búið að vera ógeðslega svekkjandi og erfitt en að enda það svona er æðislegt,“ sagði Kári í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik.

Hann sagði liðið hafa brugðist vel við eftir meiðsli Kristófer Acox.

„Sama og við erum búnir að gera allt árið, við erum alltaf búnir að koma til baka þegar kemur mótlæti. Við erum djöfulsins töffarar og sýndum það í dag. Við stígum upp, við gerum það alltaf.“

Eins og áður segir var Kári Jónsson frá allt tímabilið vegna meiðsla og spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í fyrsta leik einvígisins gegn Grindavík. Hann sagði tímabilið engu að síður vera hátt uppi á sínum lista.

„Ég gerði ekki mikið á þessu tímabili, náði að spila fimm leiki í úrslitunum. Það verður samt pottþétt hátt uppi því það var geðveikt að vera partur af þessu liði. Ég datt aldrei úr liðinu í allan vetur og mér fannst ég alltaf vera partur af því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×