Leikmennirnir sem hafa skarað fram úr í baráttunni um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 15:31 Deandre Kane er efstur í framlagi, stigum og fráköstum í einvíginu og hefur einnig fiskað flestar villur og tekið flest víti. Vísir/Diego Valur og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og fer oddaleikurinn fram á Hlíðarenda. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður. Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst á sömu rás klukkan 18.15 og eftir leikinn verður allt saman gert upp með sérfræðingum Körfuboltakvölds. Þetta verður fimmti leikurinn í einvíginu en bæði liðin hafa unnið tvo leiki til þessa, Valur vann báða leikina í Valsheimilinu en Grindavík báða leikina í Smáranum. Það er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa skarað fram úr í úrslitaeinvíginu til þessa. Grindvíkingurinn Deandre Kane er mjög áberandi á listunum en Grindavík á líka efsta mann í stigum, fráköstum, stoðsendingum, stolnum boltum og vörðum skotum. Deandre Kane er að skila alvöru tölum í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Hæsta framlagið Grindvíkingurinn Deandre Kane er með langhæsta meðalframlagið eða 25,3 í leik. Næstur honum er liðsfélagi hans Dedrick Basile með 16,8 framlagstig í leik. Þriðji er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 16,5 framlagsstig í leik. Það er jafnt á munum því næstir eru síðan Ólafur Ólafsson úr Grindavík með 16,3 framlagsstig og Valsmennirnir Frank Aron Booker og Kristófer Acox sem eru jafnir í fimmta sætinu með 16,0 framlagsstig í leik Deandre Kane fiskar hér villu á Kristófer Acox.Vísir/Anton Brink Flest stig Grindvíkingarnir Deandre Kane (25,0) og Dedrick Basile (21,0) eru þeir einu sem hafa skorað yfir tuttugu stig í leik. Þriðji stigahæstur er síðan Valsmaðurinn Taiwo Badmus með 15,8 stig í leik. Valsmenn eiga alla menn í sætum þrjú til sex því næstir koma Justas Tamulis (14,3), Frank Aron Booker (14,3), Kristófer Acox (12,5) og Kristinn Pálsson (11,0). Flest fráköst Deandre Kane er líka efstur í fráköstum með 9,0 fráköst í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Kristófer Acox með 7,0 fráköst í leik. Frank Aron Booker er sá þriðji frákastahæsti með 6,5 fráköst að meðatali og Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson er með 6,3 fráköst í leik. Kane hefur bæði tekið flest sóknarfráköst (14) og flest varnarfráköst (22). Dedrick Basile er í öðru sæti í stigaskori og með langflestar stoðsendingar.Vísir/Diego Flestar stoðsendingar Grindvíkingurinn Dedrick Basile er langhæstur í stoðsendingum með 5,3 stoðsendingar í leik en í öðru sæti er Valsmaðurinn Justas Tamulis með 3,8 stoðsendingar í leik. Í þriðja sætinu eru síðan Grindvíkingurinn Valur Valsson og Valsmaðurinn Kári Jónsson sem eru jafnir með 3,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Justas Tamulis er með frábæra skotnýtingu í úrslitaeinvíginu.Vísir/Diego Aðrir tölfræðiþættir Deandre Kane úr Grindavík hefur spilað mest (36,0 mínútur í leik). Justas Tamulis úr Val er bæði með flesta þrista (14) og langbestu þriggja stiga nýtinguna (70 prósent, 14 af 20). Tamulis er líka með hæstu heildarskotnýtinguna sem er 62 prósent hjá honum. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur nýtt öll fimm vítin sín og er með bestu vítanýtinguna. Ólafur Ólafsson úr Grindavík hefur stolið flestum boltum eða átta eða einum fleiri en liðsfélagi sinn Dedrick Basile. Daniel Mortensen úr Grindavík hefur varið flest skot eða sex. Deandre Kane úr Grindavík hefur fiskað flestar villur eða 25. Hann hefur einnig tekið flest víti eða 32. Taiwo Badmus úr Val hefur tapað langflestum boltum eða 17 talsins, átta fleiri en næsti maður.
Subway-deild karla Valur UMF Grindavík Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum