Lífið

Al­freð og Fríða orðin þriggja barna for­eldrar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Alfreð og Fríða eru búsett í Belgíu þar sem Alfreð spilar með KAS Eupen.
Alfreð og Fríða eru búsett í Belgíu þar sem Alfreð spilar með KAS Eupen. Skjáskot

Alfreð Finnbogason knattspyrnumaður og Fríða Rún Einarsdóttir eignuðust stúlku á dögunum. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman. 

Alfreð og Fríða Rún, sem er menntuð í sálfræði, eiga fyrir dóttur fædda árið 2017 og son fæddan í ársbyrjun 2019.

Alfreð og Fríða Rún eru búsett í Belgíu þar sem Alfreð spilar með KAS Eupen. Alfreð hóf einmitt atvinnumannaferil sinn í Belgíu fyrir rúmum áratug en Fríða Rún er fyrrverandi fimleikastjarna úr Gerplu.

Alfreð hefur spilað 73 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim átján mörk. Hann verður 35 ára á árinu en Fríða er þremur árum yngri.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×