Innlent

Líkir Katrínu við „stalín­ista“ og skýtur á Vil­hjálm Birgis­­son

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kristján er afar ósáttur við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda.
Kristján er afar ósáttur við Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forsetaframbjóðanda. Vísir/Vilhelm

„Hvað mig varðar er það algerlega vonlaus staða fyrir lýðveldið Ísland að fá þessa konu á Bessastaði. Mér líst ekki á blikuna,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, 

Morgunblaðið ræddi við Kristján um ákvörðun matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, um að leita umsagna frá þremur stofnunum og þrettán hagaðilum um umsókn Hvals um leyfi til hvalveiða.

Kristján segir vinnubrögðin „með hreinum ólíkindum“, þar sem umsóknin hafi legið óhreyfð í ráðuneytinu í fjóra mánuði og samkvæmt lögum beri aðeins að leita umsagnar Hafrannsóknarstofnunar.

Kristján skýtur fast á Katrínu, sem var yfir matvælaráðuneytinu þegar Svandís Svavarsdóttir fór í veikindaleyfi og umsókn Hvals var skilað inn. Katrín hafi ekki verið að vinna vinnuna sína.

„Svo ætlar fólk að fara að kjósa hana á Bessastaði. Hún mun væntanlega ekki svara neinum fyrirspurnum sem til forsetaembættisins berast, verði hún kosin, ef þetta eru vinnubrögðin sem hún temur sér. Enda rímar þetta vel við það hvernig stalínistar vinna,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið, heitt í hamsi að sögn blaðamanns.

Kristján gagnrýnir einnig Vilhjálm Birgisson, formann Verkalýðsfélags Akraness, fyrir að kalla eftir leyfi fyrir Hval en lýsa á sama tíma yfir stuðningi við Katrínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×