Íslenski boltinn

Davíð Smári ekki á hliðar­línunni í næsta leik Vestra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Davíð Smári Lamude er á leið í leikbann.
Davíð Smári Lamude er á leið í leikbann. Visir/Hulda Margrét

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra í Bestu deild karla í fótbolta, verður ekki á hliðarlínunni þegar lið hans mætir Stjörnunni í 9. umferð.

Lið Vestra hefur komið á óvart á leiktíðinni en liðið náði í stig á Meistaravöllum eftir að lenda 2-0 undir gegn KR. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað á Vestfjörðum er liðið með sjö stig í 10. sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Á sunnudaginn kemur mætast Vestri og Stjarnan í Laugardalnum, þar sem Vestri hefur spilað „heimaleiki“ sína til þessa. Davíð Smári verður hins vegar ekki á hliðarlínunni þar sem hann hefur fengið fjögur gul spjöld til þessa og því verið dæmdur í eins leiks bann.

Þetta staðfesti Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands í dag, þriðjudag. Þá eru fimm leikmenn á leið í bann. Fjórir af þeim - Logi Hrafn Róbertsson (FH), Birkir Eyþórsson (Fylkir), Atli Arnarson (HK) og Guðmundur Kristjánsson (Stjarnan) - eru á leið í bann vegna fjögurra gulra spjalda.

Marko Vardic (ÍA) er hins vegar á leið í leikbann eftir vægast sagt umdeild rautt spjald þegar Skagamenn töpuðu 1-0 fyrir ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings á Skaganum í síðustu umferð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×